Endurnýjun fráveitu í Norðurgötu og Vetrarbraut

Málsnúmer 2106037

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 700. fundur - 15.06.2021

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 11.06.2021, þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að halda lokað útboð vegna endurnýjunar á fráveitulögnum í hluta Norðurgötu og Vetrarbrautar á Siglufirði. Eftirtöldum aðilum yrði gefin kostur á að bjóða í verkið: Bás ehf., Árni Helgason ehf., Sölvi Sölvason, Smári ehf., LFS ehf. og Magnús Þorgeirsson.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir lokað útboð vegna endurnýjunar á fráveitulögnum í hluta Norðurgötu og Vetrarbrautar á Siglufirði og felur deildarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við vinnuskjal.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 703. fundur - 08.07.2021

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 28.06.2021 þar sem fram koma þau tilboð sem gerð voru í verkið "Endurnýjun fráveitu í Norðurgötu og Vetrarbraut" mánudaginn 28. júní sl.

Eftirfarandi tilboð bárust :
Bás ehf. 11.801.962
Sölvi Sölvason 11.965.700
Kostnaðaráætlun 11.599.000

Undirritaður leggur til við bæjarráð að tilboði lægstbjóðanda verði tekið.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda, Báss ehf. í verkið; endurnýjun fráveitu í Norðurgötu og Vetrarbraut, Siglufirði.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 707. fundur - 03.09.2021

Lögð er fram til kynningar verkfundargerð fyrsta verkfundar verksins Siglufjörður fráveita 2021. Norðurgata - Vetrarbraut dags. 12. ágúst 2021.
Lagt fram