Bæjarráð Fjallabyggðar

703. fundur 08. júlí 2021 kl. 08:30 - 09:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Elías Pétursson bæjarstjóri

1.Endurnýjun fráveitu í Norðurgötu og Vetrarbraut

Málsnúmer 2106037Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 28.06.2021 þar sem fram koma þau tilboð sem gerð voru í verkið "Endurnýjun fráveitu í Norðurgötu og Vetrarbraut" mánudaginn 28. júní sl.

Eftirfarandi tilboð bárust :
Bás ehf. 11.801.962
Sölvi Sölvason 11.965.700
Kostnaðaráætlun 11.599.000

Undirritaður leggur til við bæjarráð að tilboði lægstbjóðanda verði tekið.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda, Báss ehf. í verkið; endurnýjun fráveitu í Norðurgötu og Vetrarbraut, Siglufirði.

2.Umsókn um lóð - Snorragata 4

Málsnúmer 2106061Vakta málsnúmer

Á fundi skipulags- og umhverfisnefndar dags. 30.06.2021 var lagt fram erindi dagsett 25. júní 2021 þar sem Konráð Karl Baldvinsson sækir um bílastæðalóð nr. 4 við Snorragötu f.h. eigenda Selvíkur ehf. þar sem áætlað er að útbúa bílastæði í samræmi við deiliskipulag Snorragötu. Einnig óska eigendur eftir viðræðum um samstarf við uppsetningu og rekstur hraðhleðslustöðva við væntanleg bílastæði.

Nefndin samþykkir úthlutun bílastæðalóðarinnar til Selvíkur ehf. en vísar viðræðum um samstarf við uppsetningu og rekstur hraðhleðslustöðva við væntanleg bílastæði til bæjarráðs.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir úthlutun bílastæðalóðarinnar til Selvíkur ehf. og felur bæjarstjóra að ræða við umsækjanda um samstarf hvað varðar uppsetningu og rekstur hraðhleðslustöðvar.

3.Umferðaröryggi við leikskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 2102007Vakta málsnúmer

Á fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 30.06.2021, voru lagðar fram tvær tillögur að bættu umferðaröryggi við leikskólann Leikhóla í Ólafsfirði.

Nefndin samþykkti þá útfærslu á þrengingu sem lögð er fram í tillögu nr.0109 og beinir því til bæjarráðs að láta fara fram hönnun á þessu ári.
Bæjarráð felur tæknideild að ljúka hönnun þrengingar, vinna kostnaðaráætlun og leggja fyrir bæjarráð.

4.Staðgreiðsla tímabils - 2021

Málsnúmer 2101005Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit staðgreiðslu fyrir tímabilið janúar til júní 2021. Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur kr. 623.908.689 eða 107,84% af tímabilsáætlun.
Lagt fram

5.Staða framkvæmda 2021.

Málsnúmer 2105048Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir stöðu framkvæmda fyrir tímabilið 01.01.2021 til 30.06.2021.
Lagt fram

6.Launayfirlit tímabils - 2021

Málsnúmer 2101006Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit launa fyrir tímabilið janúar til júní 2021.
Lagt fram

7.Göngustígur við Ólafsfjarðarvatn

Málsnúmer 2107009Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 5.07.2021 þar sem óskað er eftir heimild til þess að bjóða út lengingu á göngustíg við Ólafsfjarðarvatn.

Eftirtöldum aðilum yrði gefin kostur á að bjóða í verkið.
Smári ehf., Árni Helgason ehf., Sölvi Sölvason, Bás ehf. og LFS ehf..
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að halda lokaða verðkönnun vegna gerðar göngustígs við Ólafsfjarðarvatn.

8.Trúnaðarmál

Málsnúmer 2106068Vakta málsnúmer

Niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarbók.

9.Trúnaðarmál

Málsnúmer 2105068Vakta málsnúmer

Niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarbók.

10.Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna ljósleiðara á Siglufirði

Málsnúmer 2107011Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Tengi ehf. dags. 15. júní 2021 þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi vegna áframhaldandi uppbyggingar á ljósleiðaraneti Tengis á Siglufirði sumarið 2021.

Óskað er eftir því að framkvæmdaleyfið sé veitt frá júlí 2021 og verði lokið eigi síðar en í desember 2021. Ef ekki verður hægt að ganga endanlega frá framkvæmdasvæði t.d. vegna veðurfars, verður endanlegum frágangi lokið vorið 2022.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að veita framkvæmdaleyfi vegna framkvæmdarinnar en leggur á það ríka áherslu að allur frágangur yfirborðs verði með vönduðum hætti. Einnig skal framkvæmdaraðili hafa samráð við tæknideild hvað varðar val á lagnaleiðum í landi bæjarins.

Deildarstjóra tæknideildar falið að hafa eftirlit með frágangi og gera athugasemdir ef þörf er talin á.

11.Skólaþing sveitarfélaga 2021.

Málsnúmer 2106076Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Svandísar Ingimundardóttur fh. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 28.06.2021 þar sem fram kemur að skólaþing sveitarfélaga verður haldið þann 8. nóv. nk.

Í ár eru 25 ár liðin frá því allur rekstur grunnskóla var færður frá ríki til sveitarfélaga.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

12.Umsókn um rekstrarleyfi gistingar, Ósgarður ehf

Málsnúmer 2107004Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sýslumanns á Norðurlandi eystra, dags. 02.07.2021 þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi skv. lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 85/2007, með síðari breytingum.

Sótt er um endurnýjun á rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki II -G, fyrir Ósgarð ehf., Strandgötu 21, Ólafsfirði.
Samþykkt
Bæjarráð gerir ekki athugasemd fyrir sitt leyti.

13.Fundur með Vegagerðinni 9. júní - Jarðgöng í Fjallabyggð.

Málsnúmer 2107001Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri lagði fram fundarpunkta dags. 9. júní 2021 og yfirlit yfir úrbætur Vegagerðarinnar á jarðgöngum í Fjallabyggð.
Lagt fram

14.Fréttabréf Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) - 2021

Málsnúmer 2102020Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fréttabréf SSNE 16. tbl. júní 2021.
Lagt fram

15.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 270. fundur 30. júní 2021.

Málsnúmer 2106014FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 21 lið.

Til afgreiðslu eru liðir : 1,2,3,10,11,12,14,15 og 16.

Enginn tók til máls.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 270. fundur 30. júní 2021. Nefndin samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og leggur til að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Enginn tók til máls.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 270. fundur 30. júní 2021. Nefndin fagnar allri uppbyggingu í sveitarfélaginu og tekur ágætlega í erindið en vísar því áfram til umsagnar í hafnarstjórn áður en lengra er haldið. Bókun fundar Enginn tók til máls.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 270. fundur 30. júní 2021. Erindi samþykkt. Bókun fundar Enginn tók til máls.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 270. fundur 30. júní 2021. Erindi samþykkt. Bókun fundar Enginn tók til máls.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 270. fundur 30. júní 2021. Þar sem skilyrði til lóðarúthlutunar hafa ekki verið uppfyllt er lóðarúthlutun Sólarstígs 3, frá 14. október 2020 afturkölluð. Bókun fundar Enginn tók til máls.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 270. fundur 30. júní 2021. Nefndin samþykkir úthlutun lóðarinnar en bendir á að skv. skilmálum deiliskipulags Saurbæjaráss skal þakhalli húsa vera að lágmarki 15°. Bókun fundar Enginn tók til máls.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 270. fundur 30. júní 2021. Samþykkt. Bókun fundar Enginn tók til máls.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 270. fundur 30. júní 2021. Nefndin samþykkir endurnýjun lóðarleigusamnings og felur tæknideild að útbúa nýjan samning til þinglýsingar. Bókun fundar Enginn tók til máls.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 270. fundur 30. júní 2021. Nefndin samþykkir þá útfærslu á þrengingu sem lögð er fram í tillögu nr.0109 og beinir því til bæjarráðs að láta fara fram hönnun á þessu ári. Bókun fundar Enginn tók til máls.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

16.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 121. fundur - 1. júlí 2021.

Málsnúmer 2106017FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 11 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir : 2 og 8.

  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 121. fundur - 1. júlí 2021. Hafnarstjórn samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Enginn tók til máls.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum ofangreinda afgreiðslu Hafnarstjórnar.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 121. fundur - 1. júlí 2021. Hafnarstjórn harmar afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar og áréttar mikilvægi þess að hafnarstjórn hafi hlutverk og ábyrgð þegar kemur að framtíðarþróun svæða þar sem hafnsækin starfsemi er einn af burðarásum atvinnu. Að því sögðu, sé ekki vilji til að breyta skilgreindri landnotkun í aðalskipulagi, þá leggur hafnarstjórn ríka áherslu á að skýrt verði kveðið á um það í skilmálum deiliskipulags hvert hlutverk og ábyrgð hafnarstjórnar er hvað varðar aðkomu að framtíðarþróun þeirra svæða sem liggja að skilgreindu hafnarsvæði. Bókun fundar Enginn tók til máls.

    Bókun Hafnarstjórnar lögð fyrir bæjarráð til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:15.