Göngustígur við Ólafsfjarðarvatn

Málsnúmer 2107009

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 703. fundur - 08.07.2021

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 5.07.2021 þar sem óskað er eftir heimild til þess að bjóða út lengingu á göngustíg við Ólafsfjarðarvatn.

Eftirtöldum aðilum yrði gefin kostur á að bjóða í verkið.
Smári ehf., Árni Helgason ehf., Sölvi Sölvason, Bás ehf. og LFS ehf..
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að halda lokaða verðkönnun vegna gerðar göngustígs við Ólafsfjarðarvatn.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 704. fundur - 22.07.2021

Lagt er fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, í vinnuskjalinu er farið yfir niðurstöður verðkönnunar sem opnuð var þann 15. júlí sl. og lagt til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.

Niðurstöður eru eftirfarandi:
Bás ehf. kr. 4.924.800
Smári ehf. kr. 5.121.150
Sölvi Sölvason kr. 5.782.100
Kostnaðaráætlun kr. 5.508.500
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að ganga að tilboði lægstbjóðanda og felur deildarstjóra tæknideildar að ganga frá verksamningi.