Bæjarstjórn Fjallabyggðar

222. fundur 30. nóvember 2022 kl. 17:00 - 18:29 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir forseti bæjarstjórnar, D-lista
  • Tómas Atli Einarsson bæjarfulltrúi, D lista
  • Helgi Jóhannsson bæjarfulltrúi, H lista
  • Guðjón M. Ólafsson bæjarfulltrúi, A lista
  • Sæbjörg Ágústsdóttir bæjarfulltrúi, A lista
  • Þorgeir Bjarnason bæjarfulltrúi, H lista
  • Arnar Þór Stefánsson bæjarfulltrúi, A lista
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 766. fundur - 8. nóvember 2022.

Málsnúmer 2211002FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 12 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 2 og 5.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Enginn tók til máls.
  • 1.2 2210033 Betri Fjallabyggð - samráðsvettvangur íbúa
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 766. fundur - 8. nóvember 2022. Bæjarráð þakkar fyrir minnisblaðið og líst vel á verkefnið. Bæjarráð heimilar fyrir sitt leyti að haldið verði áfram með verkefnið. Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2023. Drögum að reglum er vísað til umræðu í bæjarstjórn. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • 1.5 2110150 Pálshús - framkvæmdastyrkur 2022
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 766. fundur - 8. nóvember 2022. Bæjarráð samþykkir að heimila útgreiðslu styrksins, kr. 500.000. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
    Helgi Jóhannsson sat hjá við atkvæðagreiðsluna.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 767. fundur - 15. nóvember 2022.

Málsnúmer 2211006FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 15 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 1 og 2.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Enginn tók til máls.
  • 2.1 2210076 Trúnaðarmál
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 767. fundur - 15. nóvember 2022. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • 2.2 2210051 Brunavarnaáætlun Fjallabyggðar 2022 - 2026
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 767. fundur - 15. nóvember 2022. Bæjarráð samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti og vísar henni til bæjarstjórnar til umræðu og endanlegrar afgreiðslu. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 768. fundur - 22. nóvember 2022.

Málsnúmer 2211009FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 12 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 3 og 6.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Guðjón M. Ólafsson og Tómas Atli Einarsson tóku til máls undir 9. lið.
  • 3.3 2112015 Uppfærsla svæðisáætlana vegna lagabreytinga.
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 768. fundur - 22. nóvember 2022. Bæjarráð samþykkir að stofnaður verði starfshópur um meðhöndlun úrgangs í sveitarfélaginu. Í starfshópnum verða bæjarstjóri, deildarstjóri tæknideildar, Arnar Þór Stefánsson fyrir hönd meirihlutans og Helgi Jóhannsson fyrir hönd minnihlutans. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • 3.6 2206048 Jarðvegsrannsóknir á lausum lóðum í Fjallabyggð
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 768. fundur - 22. nóvember 2022. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.

4.Bæjarráð Fjallabyggðar - 769. fundur - 24. nóvember 2022.

Málsnúmer 2211016FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 11 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 1, 2, 3, 4, 5, 6 og 9.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Guðjón M. Ólafsson tók til máls undir lið nr. 2.
  • 4.1 2211113 Fjárhagsáætlun 2023 - Fyrri umræða
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 769. fundur - 24. nóvember 2022. Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að fjárhagsáætlun 2023 og 2024-2026 ásamt tillögu að framkvæmdum ársins 2023 til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • 4.2 2211112 Gjaldskrár 2023
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 769. fundur - 24. nóvember 2022. Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að gjaldskrám 2023 til fyrri umræðu bæjarstjórnar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • 4.3 2207032 Erindum vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2023.
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 769. fundur - 24. nóvember 2022. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • 4.4 2211046 Sérstakur stuðningur Fjallabyggðar við einstaklinga sem vinna við Leikskóla Fjallabyggðar og eru jafnframt í námi í leikskólafræðum
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 769. fundur - 24. nóvember 2022. Bæjarráð samþykkir að frá næstu áramótum verði starfsfólki leikskólans með lögheimili í Fjallabyggð, sem hefur áhuga á að hefja nám í leikskólafræðum sérstaklega stutt í samræmi við tillögur minnisblaðsins. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála er falið að kynna málið fyrir starfsmönnum leikskóla Fjallabyggðar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • 4.5 2211115 Erindi frá ADHD samtökunum - ósk um samstarf
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 769. fundur - 24. nóvember 2022. Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • 4.6 2211087 Beiðni um styrk vegna Kvíabekkjarkirkju
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 769. fundur - 24. nóvember 2022. Bæjarráð samþykkir að veita Hollvinafélagi Kvíabekkjarkirkju styrk að upphæð kr. 500.000.-. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • 4.9 2210049 Beiðni um stuðning við EUCHIS 2023
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 769. fundur - 24. nóvember 2022. Bæjarráð samþykkir að styðja við framkvæmd ráðstefnunnar með þátttöku í kostnaði við móttöku gesta, kr. 500.000. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.

5.Bæjarráð Fjallabyggðar - 770. fundur - 28. nóvember 2022.

Málsnúmer 2211018FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 7 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 1, 2, 3, 4 og 5.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Sigríður Guðrún Hauksdóttir tók til máls undir lið nr. 2.
  • 5.1 2211119 Fjárhagsáætlun, gjaldskrá 2023 og kostnaðarskipting sveitarfélaga í rekstri TÁT 2023
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 770. fundur - 28. nóvember 2022. Bæjarráð Fjallabyggðar samþykkir fyrir sitt leyti tillögu skólanefndar TÁT og vísar henni til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 5.2 2204013 Erindi frá Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar vegna aðstöðuleysis.
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 770. fundur - 28. nóvember 2022. Þar sem KF hefur ekki aðstöðu til að stunda æfingar innan sveitarfélagsins að vetri til er lagt til að styrka félagið um allt að kr. 1.700.000, gegn framvísun reikninga á útlögðum kostnaði vegna leigu á æfingaaðstöðu. Bókun fundar Forseti bæjarstjórnar bar upp eftirfarandi tillögu að bókun:
    Deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála er falið að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun 2022 vegna útgreiðslu styrksins og leggja fram á næsta fundi bæjarstjórnar.

    Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 5.3 2210020 Grænir styrkir - umhverfisstyrkir Fjallabyggðar 2023
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 770. fundur - 28. nóvember 2022. Bæjarráð samþykkir að úthluta kr. 2.750.000 til grænna styrkja á árinu 2023. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 5.4 2211108 Umsókn um stöðuleyfi fyrir bráðabirgða golfskála
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 770. fundur - 28. nóvember 2022. Bæjarráð samþykkir að veita Golfklúbbi Fjallabyggðar stöðuleyfi fyrir bráðabirgða golfskála. Bæjarráð samþykkir einnig að veita félaginu styrk að andvirði stöðuleyfisgjaldsins. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 5.5 2210053 Umsagnarbeiðni - Kráarkvöld í Hornbrekku
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 770. fundur - 28. nóvember 2022. Bæjarráð veitir jákvæða umsögn vegna tækifærisleyfis til áfengisveitinga í Hornbrekku sbr. umsókn Hornbrekku til Sýslumannsins á Norðurlandi eystra. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.

6.Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 24. fundur - 8. nóvember 2022.

Málsnúmer 2211003FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í þremur liðum sem þarfnast ekki afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar

7.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 140. fundur - 10. nóvember 2022.

Málsnúmer 2211005FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 8 liðum.

Til afgreiðslu er liður 4.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Enginn tók til máls.
  • 7.4 2204028 Jafnréttisáætlun Fjallabyggðar 2022-2025
    Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 140. fundur - 10. nóvember 2022. Lögð fram tillaga að jafnréttisáætlun Fjallabyggðar 2022-2025. Í áætluninni eru markmið sveitarfélagsins í jafnréttismálum skilgreind, tilgreint hvernig skal unnið að þeim og hver ber ábyrgð á aðgerðum. Áætlunin skiptist í fjóra hluta: Fjallabyggð sem stjórnvald, Fjallabyggð sem vinnuveitandi, Fjallabyggð sem þjónustuveitandi og eftirfylgni áætlunar. Undir hverjum kafla eru sett fram markmið til þess að ná auknu jafnrétti í sveitarfélaginu, með vísan í þær greinar jafnréttislaga sem verið er að uppfylla. Undir hverju markmiði eru tilgreindar aðgerðir, hver ber ábyrgð á framkvæmd þeirra og hvenær ber að útfæra þær. Jafnréttisáætlunin er yfirfarin a.m.k. árlega í sveitarstjórn og endurskoðuð eftir þörfum. Félagsmálanefnd samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu félagsmálanefndar.

8.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 141. fundur - 24. nóvember 2022.

Málsnúmer 2211014FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í einum lið, sem þarfnast ekki afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Enginn tók til máls.

9.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 131. fundur - 14. nóvember 2022.

Málsnúmer 2211007FVakta málsnúmer

Fundargerð hafnarstjórnar er í 11 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 3, 4, 5, og 6.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
  • 9.3 2207006 Nýr löndunarkrani - tilboð
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 131. fundur - 14. nóvember 2022. Hafnarstjórn samþykkir að staðsetja nýja löndunarkranann við vesturkant Hafnarbryggju ásamt því að færa löndunarkrana sem staðsettur er á Ingvarsbryggju á sama kant. Þannig yrði Ingvarsbryggja viðlegukantur. Með þessu er verið að horfa til öryggissjónarmiða á hafnarsvæði með tilkomu fjölgunar ferðamanna. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu hafnarstjórnar.
  • 9.4 2111057 Deiliskipulag hafnar og athafnasvæðis á Siglufirði
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 131. fundur - 14. nóvember 2022. Hafnarstjórn samþykkir framlagða tillögu að afmörkun deiliskipulags fyrir athafna- og hafnarsvæði á Siglufirði. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu hafnarstjórnar.
  • 9.5 2109079 Samningur milli Fjallabyggðar og Síldarminjasafns Íslands vegna móttöku skemmtiferðaskipa
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 131. fundur - 14. nóvember 2022. Hafnarstjórn felur bæjarstjóra að ljúka málinu. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu hafnarstjórnar.
  • 9.6 2209044 Grjótvörn við Óskarsgötu
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 131. fundur - 14. nóvember 2022. Hafnarstjórn samþykkir að Primex ráðist í framkvæmdina að höfðu samráði við tæknideild Fjallabyggðar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu hafnarstjórnar.

10.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 132. fundur - 22. nóvember 2022.

Málsnúmer 2211015FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í einum lið, sem þarfnast ekki afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Helgi Jóhannsson, Sigríður Ingvarsdóttir og Sigríður Guðrún Hauksdóttir tóku til máls undir eina lið fundargerðarinnar um gjaldskrá Hafnarsjóðs.

11.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 291

Málsnúmer 2211008FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í einum lið, sem þarfnast ekki afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Enginn tók til máls.

12.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 116

Málsnúmer 2211011FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 4 liðum sem þarfnast ekki afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Enginn tók til máls.

13.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 117

Málsnúmer 2211012FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 3 liðum sem þarfnast ekki afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Enginn tók til máls.

14.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 91. fundur - 23. nóvember 2022.

Málsnúmer 2211013FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 3 liðum sem þarfnast ekki afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Helgi Jóhannsson tók til máls undir fyrsta lið fundargerðarinnar.

15.Stjórn Hornbrekku - 35. fundur - 23. nóvember 2022.

Málsnúmer 2211010FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 3 liðum sem þarfnast ekki afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Sigríður Guðrún Hauksdóttir tók til máls undir 2. lið fundargerðarinnar.

16.Trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum Fjallabyggðar 2022 - 2026

Málsnúmer 2205076Vakta málsnúmer

Guðjón M. Ólafsson lagði fram eftirfarandi tillögu um breytingu á skipan A-lista í fræðslu- og frístundanefnd.
Aðalmaður í fræðslu- og frístundanefnd verður Bryndís Þorsteinsdóttir, í stað Idu M. Semey. Ida verður sömuleiðis varamaður í stað Bryndísar.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 7 atkvæðum.

17.Fjárhagsáætlun 2023 - Fyrri umræða

Málsnúmer 2211113Vakta málsnúmer

Deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála fór yfir lykiltölur í fjárhagsáætlun 2023-2026, ásamt framkvæmdaáætlun.

Fyrri umræða

Til máls tóku Guðjón M. Ólafsson, Tómas Atli Einarsson og Helgi Jóhannsson.

Framlögð áætlun byggir á eftirfarandi meginforsendum:

1. Útsvarsprósenta er óbreytt milli ára þ.e. 14,48%.
2. Hækkun útsvarstekna er áætluð 7%.
3. Fasteignaskattsprósenta mun lækka um 5% (A 0,46%, B 1,25% og C 1,57%).
4. Lóðarleiguprósenta mun lækka um 5% (A 1,80% og C 3,33%).
5. Sorphirðugjöld hækka í kr. 51.600 úr kr. 47.340 kr.
6. Holræsa-/fráveitugjaldaprósenta verður óbreytt 0,29%.
7. Vatnsskattsprósenta fasteigna verður óbreytt 0,29%.
8. Þjónustugjöld hækka um áætlaða verðlagsþróun þ.e. 7%.
9. Afsláttur af fasteignaskatti hjá tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum hækkar, og verður að hámarki kr. 80.000.
10. Tekjumörk fyrir afslætti hækka að jafnaði um 14%
11. Frístundastyrkur fyrir börn á 4 - 18 ára aldri hækkar í kr. 45.000 úr kr. 40.000.

Heildartekjur A og B hluta eru áætlaðar 3.908 m.kr.
Rekstrarniðurstaða A hluta, er áætluð neikvæð upp á 32 m.kr.
Rekstrarniðurstaða A og B hluta er áætluð jákvæð upp á 6 m.kr.

Veltufé frá rekstri er áætlað 421 m.kr. eða 10,8%.

Framkvæmdaáætlun gerir ráð fyrir 308 m.kr. fjárfestingum

Skuldaviðmið Fjallabyggðar samkvæmt reglugerð 502/2012 verður samkvæmt áætlun 30,0%.

Eiginfjárhlutfall verður 0,62.
Veltufjárhlutfall verður 1,36 og handbært fé í árslok 2023 er áætlað 372 m.kr.
Stærsti málaflokkurinn í rekstri er fræðslu- og uppeldismál með 1.231 m.kr.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun 2023 og 2024 - 2026, til umfjöllunar í bæjarráði og síðari umræðu í bæjarstjórn.

Fundi slitið - kl. 18:29.