Fjárhagsáætlun 2023 - Fyrri umræða

Málsnúmer 2211113

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 769. fundur - 24.11.2022

Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun 2023 og 2024-2026 ásamt tillögu að framkvæmdum fyrir árið 2022.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að fjárhagsáætlun 2023 og 2024-2026 ásamt tillögu að framkvæmdum ársins 2023 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 222. fundur - 30.11.2022

Deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála fór yfir lykiltölur í fjárhagsáætlun 2023-2026, ásamt framkvæmdaáætlun.

Fyrri umræða

Til máls tóku Guðjón M. Ólafsson, Tómas Atli Einarsson og Helgi Jóhannsson.

Framlögð áætlun byggir á eftirfarandi meginforsendum:

1. Útsvarsprósenta er óbreytt milli ára þ.e. 14,48%.
2. Hækkun útsvarstekna er áætluð 7%.
3. Fasteignaskattsprósenta mun lækka um 5% (A 0,46%, B 1,25% og C 1,57%).
4. Lóðarleiguprósenta mun lækka um 5% (A 1,80% og C 3,33%).
5. Sorphirðugjöld hækka í kr. 51.600 úr kr. 47.340 kr.
6. Holræsa-/fráveitugjaldaprósenta verður óbreytt 0,29%.
7. Vatnsskattsprósenta fasteigna verður óbreytt 0,29%.
8. Þjónustugjöld hækka um áætlaða verðlagsþróun þ.e. 7%.
9. Afsláttur af fasteignaskatti hjá tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum hækkar, og verður að hámarki kr. 80.000.
10. Tekjumörk fyrir afslætti hækka að jafnaði um 14%
11. Frístundastyrkur fyrir börn á 4 - 18 ára aldri hækkar í kr. 45.000 úr kr. 40.000.

Heildartekjur A og B hluta eru áætlaðar 3.908 m.kr.
Rekstrarniðurstaða A hluta, er áætluð neikvæð upp á 32 m.kr.
Rekstrarniðurstaða A og B hluta er áætluð jákvæð upp á 6 m.kr.

Veltufé frá rekstri er áætlað 421 m.kr. eða 10,8%.

Framkvæmdaáætlun gerir ráð fyrir 308 m.kr. fjárfestingum

Skuldaviðmið Fjallabyggðar samkvæmt reglugerð 502/2012 verður samkvæmt áætlun 30,0%.

Eiginfjárhlutfall verður 0,62.
Veltufjárhlutfall verður 1,36 og handbært fé í árslok 2023 er áætlað 372 m.kr.
Stærsti málaflokkurinn í rekstri er fræðslu- og uppeldismál með 1.231 m.kr.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun 2023 og 2024 - 2026, til umfjöllunar í bæjarráði og síðari umræðu í bæjarstjórn.