Bæjarráð Fjallabyggðar

505. fundur 13. júní 2017 kl. 12:00 - 13:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Ríkharður Hólm Sigurðsson aðalmaður, S lista
  • Jón Valgeir Baldursson áheyrnarfulltrúi, B lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Starf hjúkrunarforstjóra og forstöðumanns Hornbrekku

Málsnúmer 1705067Vakta málsnúmer

Fjórar umsóknir bárust um stöðu hjúkrunarforstjóra og forstöðumanns Hornbrekku en umsóknarfresturinn rann út 2.júní sl.
Umsækjendur eru:
Elísa Rán Ingvarsdóttir
Eva Björg Guðmundsdóttir
Harpa Þöll Gísladóttir
Sunna Eir Haraldsdóttir
Ein umsókn barst eftir að umsóknarfrestur rann út.
Bæjarstjóra og deildarstjóra félagsmáladeildar falið að taka viðtöl við umsækjendur.

2.Skýrsla um kosti og galla sameiningar AVE, AÞ og Eyþings

Málsnúmer 1706026Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

3.Samningur um loftmyndir og hæðarlínur af Fjallabyggð

Málsnúmer 1706004Vakta málsnúmer

Deildarstjóri tæknideildar mætti á fundinn og fór yfir málið.
Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að semja við Loftmyndir um endurnýjun á fjögurra ára fresti og leggja samninginn fyrir bæjarráð til samþykktar.

4.Bókhaldsleg meðferð uppgjörs lífeyrisskuldbindinga í A-deild Brúar og umfjöllun um opinber fjármál

Málsnúmer 1705073Vakta málsnúmer

Málinu frestað til næsta fundar.

5.Vatnsagi í lóðum

Málsnúmer 1408036Vakta málsnúmer

Eigendur húsanna við Norðurtún 23 og Hólaveg 33 óska eftir að fá bætt tjón vegna vatnsaga sem rekja má til framkvæmdanna við snjóflóðagarða skv. skýrslu Eflu frá janúar 2016.

Deildarstjóri tæknideildar mætti á fundinn og fór yfir málið.
Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að senda erindin til Ofanflóðasjóðs.

6.Útboð á snjómokstri og hálkuvörnum í Fjallabyggð 2017- 2020

Málsnúmer 1706014Vakta málsnúmer

Deildarstjóri tæknideildar leggur til að
útboðið verði lokað og eftirtöldum aðilum verði gefin kostur á að taka þátt:
Bás ehf, Árni Helgason ehf, Smári ehf, Sölvi Sölvason og Magnús Þorgeirsson.
Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra tæknideildar.

7.Málefni Hverfisgötu 17 Siglufirði

Málsnúmer 1506013Vakta málsnúmer

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar um niðurrif á húsinu. Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að fara í verðkönnun.

8.Aðstöðuhús við Brimnes

Málsnúmer 1705018Vakta málsnúmer

Deildarstjóri tæknideildar mætti á fundinn og fór yfir málið.
Bæjarráð vísar málinu til umræðu við gerð fjárhagsáætlunar 2018.

9.Endurnýjun gervigrass á sparkvöllum í Fjallabyggð

Málsnúmer 1706030Vakta málsnúmer

Deildarstjóri tæknideildar óskar eftir heimild til að gera verðkönnun vegna endurnýjunar á gervigrasi á sparkvöllum við grunnskólana í Fjallabyggð.
Bæjarráð samþykkir beiðni deildarstjóra tæknideildar.

10.Vallargata, Siglufirði

Málsnúmer 1705041Vakta málsnúmer

Tilboð voru opnuð 12 júní í verkefnið 'Vallargata - gatnagerð og lagnir'
Eftirfarandi tilboð bárust:
Bás ehf 21.008.100
Sölvi Sölvason 18.865.800
Kostnaðaráætlun 16.502.750
Ríkharður Hólm Sigurðsson leggur til að báðum tilboðum verði hafnað vegna þess að tilboðin séu of há miðað við kostnaðaráætlun. Tillagan er felld með tveimur atkvæðum gegn einu.

Steinunn M. Sveinsdóttir og S. Guðrún Hauksdóttir samþykkja að taka tilboði lægstbjóðanda.

11.Almenn atkvæðagreiðsla um Fræðslustefnu Fjallabyggðar

Málsnúmer 1705075Vakta málsnúmer

Tilkynning um fyrirhugaða undirskriftasöfnun vegna almennrar atkvæðagreiðslu um fræðslustefnu Fjallabyggðar barst bæjarstjórn 19. maí sl.. frá Hildi Gyðu Ríkharðsdóttur, Kristjáni Haukssyni, Gunnlaugi Inga Haraldssyni og Heimi Sverrissyni.
Bæjarráð telur að ákvæði 3. mgr. 108. gr. sveitarstjórnarlaga hamli því ekki að unnt sé að krefjast almennrar atkvæðagreiðslu um málið. Bæjarráð felur Lindu Leu Bogadóttur markaðs- og menningarfulltrúa að setja tilkynningu um fyrirhugaða undirskriftasöfnun á heimasíðu Fjallabyggðar eins og reglugerð kveður á um.

12.Starfsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra 2016

Málsnúmer 1706023Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar.

13.Árleg aðalskoðun leiksvæða og leikvallatækja 2016

Málsnúmer 1609089Vakta málsnúmer

Deildarstjóri tæknideildar mætti á fundinn og fór yfir málið.
Lagt fram til kynningar.

14.Fundargerðir stjórnar Eyþings 2017

Málsnúmer 1701008Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar.

15.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2017

Málsnúmer 1701004Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð yfirkjörstjórnar

Fundi slitið - kl. 13:00.