Fundargerðir stjórnar Eyþings 2017

Málsnúmer 1701008

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 483. fundur - 17.01.2017

Lögð fram til kynningar fundargerð 290. fundar stjórnar Eyþings, 6. janúar 2017.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 488. fundur - 21.02.2017

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Eyþings, 291. og 292. fundar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 493. fundur - 21.03.2017

Bæjarráð tekur undir ályktun stjórnar Eyþings varðandi samgönguáætlun 2015 til 2018.

"Stjórn Eyþings gagnrýnir Alþingi fyrir að nýsamþykkt samgönguáætlun hafi ekki verið fjármögnuð að fullu við gerð fjárlaga 2017. Áætlunin er vanfjármögnuð um 10 milljarða króna á árinu 2017 og því hefur samgönguráðherra lagt til mikinn niðurskurð á þeim verkefnum sem til stóð að framkvæma á árinu. Eyþing hefur í takt við sóknaráætlun landshlutans lagt ríka áherslu á að uppbygging Dettifossvegar verði kláruð auk þess sem tryggt verði fjármagn í flughlað á Akureyrarflugvelli. Nú hefur fjármagn til Dettifossvegar verið skorið niður og er hluti af fjármögnun framkvæmdanna byggður á niðurskurði á öðrum brýnum samgönguverkefnum í landshlutanum. Ekkert fjármagn er ætlað í flughlað. Þessar framkvæmdir eru lykilatriði í því að ferðamenn dreifist sem víðast um landið. Af sömu ástæðu er aðkallandi að vegi um Brekknaheiði og Langanesströnd verði komið á framkvæmdaáætlun.
Stjórn Eyþings fagnar áformum ríkisstjórnarinnar um að setja nú aukið fjármagn til samgöngumála og skorar á Alþingi að tryggja fjármögnun þessara framkvæmda."
Fylgiskjöl:

Bæjarráð Fjallabyggðar - 502. fundur - 23.05.2017

Lögð fram til kynningar fundargerð 295. fundar stjórnar Eyþings, dags. 15. maí 2017.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 515. fundur - 22.08.2017

Lögð fram til kynningar fundargerð frá 297. fundi stjórnar Eyþings sem haldinn var þann 14. ágúst sl..

Bæjarráð Fjallabyggðar - 517. fundur - 05.09.2017

Lögð fram til kynningar fundargerð frá 298. fundi stjórnar Eyþings.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 522. fundur - 10.10.2017

Lögð fram til kynningar fundargerð frá 299. fundi stjórnar Eyþings sem haldinn var þann 27. september sl.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 527. fundur - 07.11.2017

Lögð fram til kynningar fundargerð 300. fundar Eyþings sem haldinn var 25. október sl.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 536. fundur - 29.12.2017

Lögð fram til kynningar fundargerð 301. fundar stjórnar Eyþings sem haldinn var 13. desember 2017.