Bæjarráð Fjallabyggðar

515. fundur 22. ágúst 2017 kl. 12:00 - 12:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Ríkharður Hólm Sigurðsson aðalmaður, S lista
  • Jón Valgeir Baldursson áheyrnarfulltrúi, B lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar

1.Samningur um afnotarétt

Málsnúmer 1706063Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar athugasemd í kjölfar grenndarkynningar frá forsvarsmönnum Brimnes ehf., dags. 10.8.2017, vegna óverulegrar breytingar á deiliskipulagi á svæði við Hornbrekkubót í Ólafsfirði.

Deildarstjóri tæknideildar fór yfir málið. Málið verður á dagskrá skipulags- og umhverfisnefndar miðvikudaginn 23. ágúst n.k.

2.Leigusamningur við Rarik vegna spennistöðvar á Bæjarbryggju

Málsnúmer 1701064Vakta málsnúmer

Gengið hefur verið frá lóðarleigusamningi við RARIK vegna spennistöðvar á Bæjarbryggju (Hafnarbryggju). RARIK greiðir útlagðan kostnað vegna byggingar spennistöðvarinnar.

3.Fræðslustefna Fjallabyggðar

Málsnúmer 1407059Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar svar deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála við fyrirspurn Sigríðar Vigdísar Vigfúsdóttur varðandi fræðslustefnu Fjallabyggðar.

4.Lögreglusamþykkt Fjallabyggðar

Málsnúmer 1607013Vakta málsnúmer

Í erindi frá dómsmálaráðuneytinu dags. 16. ágúst 2017 er tilkynnt að ráðuneytið hafi yfirfarið lögreglusamþykktina sem samþykkt var af bæjarstjórn Fjallabyggðar þann 7. september 2016. Gerð er ein athugasemd við samþykktina, þ.e. að í 31. gr. er rétt að vísa til laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 í stað laga um meðferð opinberra mála.

Bæjarráð samþykkir breytingartillögu dómsmálaráðuneytisins og felur deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að uppfæra samþykktina og senda dómsmálaráðuneytinu samþykktina til staðfestingar og birtingar.

5.Aðalfundur Seyru ehf. vegna ársins 2016

Málsnúmer 1708034Vakta málsnúmer

Aðalfundur Seyru ehf. verður haldinn föstudaginn 25. ágúst n.k. kl. 13:15 á skrifstofu SR-vélaverkstæðis, Vetrarbraut 14.

Bæjarráð samþykkir að Ríkharður Hólm Sigurðsson verði fulltrúi sveitarfélagsins.

6.Fundargerðir stjórnar Eyþings 2017

Málsnúmer 1701008Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð frá 297. fundi stjórnar Eyþings sem haldinn var þann 14. ágúst sl..

Fundi slitið - kl. 12:30.