Útboð á snjómokstri og hálkuvörnum í Fjallabyggð 2017- 2020

Málsnúmer 1706014

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 504. fundur - 06.06.2017

Deildarstjóri tæknideildar óskar eftir heimild til þess að bjóða út snjómokstur og hálkuvarnir í Fjallabyggð árin 2018-2020.
Bæjarráð samþykkir beiðni deildarstjóra tæknideildar og biður um útfærslu fyrir næsta fund.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 505. fundur - 13.06.2017

Deildarstjóri tæknideildar leggur til að
útboðið verði lokað og eftirtöldum aðilum verði gefin kostur á að taka þátt:
Bás ehf, Árni Helgason ehf, Smári ehf, Sölvi Sölvason og Magnús Þorgeirsson.
Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra tæknideildar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 518. fundur - 12.09.2017

Undir þessum lið sat deildarstjóri tæknideildar.

Opnun tilboða í snjómokstur og hálkuvarnir í Fjallabyggð árin 2017-2020 fór fram 4. september sl.

Eftirfarandi verktakar buðu í snjómokstur og hálkuvarnir í Ólafsfirði:
Árni Helgason ehf.
Magnús Þorgeirsson ehf.
Smári ehf.

Í snjómokstur og hálkuvarnir á Siglufirði barst eitt tilboð frá Bás ehf.

Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar fyrir næsta fund bæjarráðs.



Bæjarráð Fjallabyggðar - 519. fundur - 19.09.2017

Opnun tilboða í snjómokstur og hálkuvarnir í Fjallabyggð fór fram 4. september sl. Eftirfarandi verktakar buðu í snjómokstur og hálkuvarnir í Ólafsfirði: Árni Helgason ehf., Magnús Þorgeirsson ehf. og Smári ehf.. Í snjómokstur og hálkuvarnir á Siglufirði barst eitt tilboð frá Bás ehf.

Í umsögn deildarstjóra tæknideildar er lagt til að samið verði við verktaka sem hér segir:

Bás ehf. á Siglufirði.
Árni Helgason ehf. - stórar vinnuvélar í Ólafsfirði.
Smári ehf. - minni vélar í fyrsta forgangi í Ólafsfirði.
Magnus Þorgeirsson ehf. - minni vélar í öðrum forgangi í Ólafsfirði.

Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga samkvæmt tillögu deildarstjóra.