Málsnúmer 2101003Vakta málsnúmer
Erindum vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2022.
Tekið til afgreiðslu óafgreidd erindi sem bæjarráð hafði vísað til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar 2022.
1. 2109085 - Úrkoma á Siglufirði 28. september 2021. Bæjarráð vísaði erindi vegna úrbóta á fráveitu eftir úrkomu á Siglufirði þann 28. september til gerðar fjárhagsáætlunar 2022 á fundi bæjarráðs þann 14. október sl.
Bæjarráð samþykkir að gert verði ráð fyrir endurnýjun á yfirfallslögn á dælubrunni við Torgið í framkvæmdaráætlun fyrir árið 2022.
2. 2008042 - Bryggja í Hornbrekkubót. Bæjarstjórn vísaði erindi vegna bryggju í Hornbrekkubót til gerðar fjárhagsáætlunar 2022 á fundi bæjarstjórnar þann 9. september sl.
Bæjarráð samþykkir að láta kostnaðarmeta verkefnið og óskar eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar fyrir næsta fund bæjarráðs.
3. 1907030 - Undirskriftalistar vegna uppbyggingar hundasvæða. Bæjarráð vísaði erindi vegna uppbyggingar hundasvæða í Fjallabyggð til gerðar fjárhagsáætlunar 2022 á fundi bæjarráðs þann 17. nóvember 2020.
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
4. 2104016 - Bætt framsetning rekstrarupplýsinga. Bæjarráð vísaði erindi vegna bættrar rekstrarupplýsinga til gerðar fjárhagsáætlunar 2022 á fundi bæjarráðs þann 13. apríl sl.
Bæjarráð samþykkir að gera ráð fyrir kostnaði í fjárhagsáætlun 2022.
5. 2105080 - Lausar lóðir í Fjallabyggð. Bæjarstjórn vísaði erindi frá Helga Jóhannssyni vegna Bakkabyggðar til gerðar fjárhagsáætlunar 2022 á fundi bæjarstjórnar þann 18. júní sl. þar var lagt til við bæjarstjórn að við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2022 yrði gert ráð fyrir að klára Bakkabyggð austur að Mararbyggð með malbikun, í stað þess að skilja helming eftir eins og nú er lagt upp með.
Bæjarráð samþykkir að gert verði ráð fyrir kostnaði til þess að ljúka við gatnagerð í Bakkabyggð í framkvæmdaráætlun 2022.
6. 2108017 - Samningur um talmeinaþjónustu. Bæjarráð vísaði erindi vegna samnings um talmeinaþjónustu 2021-2023 til gerðar fjárhagsáætlunar 2022 á fundi bæjarráðs þann 19. ágúst sl.
Bæjarráð samþykkir að gert verði ráð fyrir kostnaði vegna samnings um Talmeinaþjónustu í fjárhagsáætlun 2022.
7. 2109067 - Erindi frá Síldarminjasafni Íslands - beiðni um endurnýjun rekstrarsamnings. Bæjarráð vísaði erindi vegna endurnýjunar rekstrarsamnings við Síldarminjasafn Íslands ses til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi bæjarráðs þann 7. október sl.
Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn Markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar samkvæmt reglum Fjallabyggðar um úthlutun styrkja til menningartengdra verkefna, reksturs safna og setra og til hátíðarhalda.
8. 2110044 - Kvennaathvarfið - umsókn um rekstrarstyrk 2022. Bæjarráð vísaði erindi frá Brynhildi Jónsdóttur fh. Kvennaathvarfsins til gerðar fjárhagsáætlunar 2022 á fundi bæjarráðs þann 22. október sl. þar sem óskað var eftir rekstrarstyrk fyrir árið 2022 að fjárhæð kr. 100.000.-
Bæjarráð samþykkir að veita Kvennaathvarfinu styrk að upphæð kr. 100.000.-.
9. 2110060 - Beiðni um framkvæmdastyrk. Bæjarráð vísaði erindi frá Rósu Jónsdóttur fh. Golfklúbbs Fjallabyggðar til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi bæjarráðs þann 21. október sl. þar sem óskað var eftir framkvæmdastyrk að fjárhæð kr. 30.000.000.-.
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
10. 2110066 - Fjárveiting til hafnarframkvæmda. Hafnarstjórn vísaði erindi vegna yfirlits Vegagerðarinnar um framkvæmdir sem framundan eru á árunum 2022-2024 til gerðar fjárhagsáætlunar 2022 á fundi hafnarstjórnar þann 4. nóvember sl.
Bæjarráð samþykkir að gert verði ráð fyrir framkvæmdum í framkvæmdaráætlun 2022.
11. 2110098 - Styrkumsókn - Blöðrubraut. Bæjarráð vísaði erindi frá Róberti Guðfinnssyni f.h. Siglo golf and ski club til gerðar fjárhagsáætlunar 2022 á fundi bæjarráðs þann 11. nóvember sl. þar sem óskað var eftir styrk að fjárhæð kr. 30.000.000 til uppbyggingar á blöðrubraut sem félagið hyggst byggja í Skarðdalsskógrækt.
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
12. 2110150 - Pálshús - framkvæmdastyrkur 2022. Bæjarráð vísaði erindi frá Þorsteini Ásgeirssyni f.h. Fjallasala ses til gerðar fjárhagsáætlunar 2022 á fundi bæjarráðs þann 4. nóvember sl. þar sem óskað var eftir styrk að fjárhæð kr. 3.000.000.- til uppbyggingar Undraveraldar í Pálshúsi.
Bæjarráð samþykkir að veita Pálshúsi framkvæmdarstyrk á árinu 2022 að upphæð kr. 500.000.- að því uppfylltu að Pálshús nái að fjármagna verkefnið.
13. 2111002 - Samstarfssamningur Fjallabyggðar og Hestamannafélagsins Gnýfara 2022. Bæjarráð vísaði erindi frá Þorvaldi Hreinssyni f.h. Hestamannafélagsins Gnýfara til gerðar fjárhagsáætlunar 2022 á fundi bæjarráðs þann 4. nóvember sl. þar sem óskað var eftir endurnýjun á gildandi samstarfssamningi og hækkun styrks úr 640 þús.kr. í 850 þús.kr.
Bæjarráð samþykkir að endurnýja samstarfssamning fyrir árið 2022 og að styrkfjárhæð verði óbreytt kr. 640.000.-.
14. 2111024 - Styrkumsókn - Stígamót. Bæjarráð vísaði erindi frá Steinunni Gyðu- og Guðjónsdóttur talskonu Stígamóta til gerðar fjárhagsáætlunar 2022 á fundi bæjarráðs þann 11. nóvember sl. þar sem óskað var eftir óskilgreindu framlagi sveitarfélagsins til starfsemi samtakanna á komandi ári.
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
15. 2111030 - Hleðsla Rafbíla. Bæjarráði vísaði erindi frá Sverri Sveinssyni til gerðar fjárhagsáætlunar 2022 á fundi bæjarráðs þann 18. nóvember sl. þar sem óskað var eftir að hægt yrði að hlaða rafbíla við Skálarhlíð.
Bæjarráð samþykkir að gert verði ráð fyrir hæghleðslustöð í framkvæmdaráætlun 2022 við Skálarhlíð, enda hefur fengist styrkur við framkvæmdina á móti framlagi Fjallabyggðar.
16. 2111025 - Framkvæmdastyrkur - umsókn. Bæjarráð vísaði erindi frá Jóhanni Má Sigurbjörnssyni f.h. Golfklúbbs Siglufjarðar til gerðar fjárhagsáætlunar 2022 á fundi bæjarráðs þann 18. nóvember sl. þar sem óskað var eftir styrk að fjárhæð kr. 30.000.000. til uppbyggingar inniaðstöðu fyrir golfspilara.
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
17. 2110145 - Umsókn um styrk. Bæjarráð vísaði erindi frá Skíðafélagi Ólafsfjarðar til gerðar fjárhagsáætlunar 2022 á fundi bæjarráðs þann 18. nóvember sl. þar sem óskað var eftir styrk varðandi afnot af íþróttamannvirki í Ólafsfirði og vegna afnota af Tjarnarborg vegna Fjarðargöngunnar 2022.
Bæjarráð samþykkir að gert verði ráð fyrir afnotum íþróttamiðstöðvar og Tjarnarborgar vegna Fjarðargöngu í fjárhagsáætlun 2022.
18. 2110122 - Umsókn um styrk. Bæjarráð vísaði erindi frá Gesti Þór Guðmundssyni vegna North Ultra fjallahlaupsins 2022 til gerðar fjárhagsáætlunar 2022 á fundi bæjarráðs þann 18. nóvember sl. þar sem óskað var eftir styrk að fjárhæð kr. 500.000.-, afnotum og aðstoð frá Fjallabyggð t.d. vegna lokun gatna í Ólafsfirði og á Siglufirði sem og tónleikar þegar hlauparar koma í mark.
Bæjarráð samþykkir að veita styrk fyrir afnotum og aðstoð en sér sér ekki fært að verða með tónleika eða peningastyrk.
19. 2110059 - Styrkumsóknir frá björgunarsveitum. Bæjarráð vísaði erindum frá Magnúsi Magnússyni, fh. unglingadeildarinnar Smástráka, Tómasi Atla Einarssyni, fh. unglingadeildarinnar Djarfs, Tómasi Atla Einarssyni fh. Björgunarsveitarinnar Tinds og Ingvari Erlingssyni, fh. Björgunarsveitarinnar Stráka, til gerðar fjárhagsáætlunar 2022 á fundi bæjarráðs þann 18. nóvember sl. vegna umsókna um styrki fyrir árið 2022.
Bæjarráð samþykkir að veita eftirfarandi styrki:
Unglingadeildin Smástrákar kr. 600.000.
Unglingadeildin Djarfur kr. 600.000.
Björgunarsveitin Tindur kr. 2.000.000.
Björgunarsveitin Strákar 2.000.000.
20. 2110062 - Umsókn um styrk. Bæjarráð vísaði erindi frá Blakfélagi Fjallabyggðar til gerðar fjárhagsáætlunar 2022 vegna óskar um afnot af íþróttamannvirkjum sveitarfélagsins fyrir Paramót BF-Sigló Hótel, Benecta mót BF, Íslandsmótsleika og -túrneringar og Héraðsmót yngri flokka.
Bæjarráð samþykkir að gert verði ráð fyrir afnotum íþróttamiðstöðva vegna eftirtalda móta í fjárhagsáætlun 2022.