Björgunarsveitin Strákar

Málsnúmer 2111037

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 720. fundur - 18.11.2021

Lagt fram erindi stjórnar Björgunarsveitarinnar Stráka dags. 13. nóvember 2021, í erindinu fer stjórn þess á leit að fá að mæta á fund bæjarráðs við fyrsta hentugleika. Fundarefni er að kynna starfsemi sveitarinnar, gerð langtímasamnings um styrkveitingar og skilgreining samstarfsverkefna sveitarinnar og Fjallabyggðar og kynning á stóru verkefni sveitarinnar er varðar kaup á fullkomnum leitardróna.
Bæjarráð samþykkir að bjóða stjórn Björgunarsveitarinnar Stráka á næsta reglulega fund ráðsins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 721. fundur - 25.11.2021

Fram er lagt að nýju erindi stjórnar Björgunarsveitarinnar Stráka dags. 13. nóvember 2021. Á fundi bæjarráðs mættu Magnús Magnússon, Ingvar Erlingsson og Gísli Ingimundarson, fulltrúar stjórnar og fóru yfir starfsemi sveitarinnar, hugmynd að gerð langtímasamnings um styrkveitingar, skilgreiningar samstarfsverkefna sveitarinnar og Fjallabyggðar og kynntu stórt verkefni sveitarinnar er varðar kaup á fullkomnum leitardróna.
Samþykkt
Bæjarráð þakkar góða yfirferð erindis og leggur til að farið verði í vinnu við gerð langtímasamnings um veitta þjónustu björgunarsveitarinnar og felur bæjarstjóra að ræða við björgunarsveitina.