Vaxtarsamningur Eyjarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna verkefna sem geta eflt nýsköpun og samkeppnishæfni atvinnulífs á
Eyjafjarðarsvæðinu.
Vaxtarsamningur Eyjafjarðar er samningur milli atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Eyþings og Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar.
Núverandi samningur gildir fyrir árið 2014. Meginmarkmið samningsins er að efla nýsköpun og samkeppnishæfni atvinnulífsins á
starfssvæði Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og auka hagvöxt með virku samstarfi fyrirtækja, háskóla, sveitarfélaga og
ríkisins. Áhersla skal vera á stærri og veigameiri samvinnuverkefni, sem hafa það markmið að efla nýsköpun og þróun í
atvinnulífi svæðisins. Verkefni skulu fela í sér samstarf þriggja eða fleiri aðila.
Næsta úthlutun verður í nóvember og þurfa umsóknir að berast eigi síðar en 22. október.
Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér vel þær áherslur og skilyrði sem í samningum felast, reglur um styrkhæfan kostnað, sem og
verklagsreglur stjórnar. Öll viðeigandi gögn má nálgast hér á heimasíðunni
www.afe.is/vaxey