Nýsköpun í Fjallabyggð - RÆSING

Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Fjallabyggð bjóða til kynningarfundar um nýsköpun í Fjallabyggð í Menningarhúsinu Tjarnarborg, kl. 17:00 fimmtudaginn 4. desember. 
Dagskrá:
- Valur Hilmarsson formaður atvinnumálanefndar Fjallbyggðar býður gesti velkomna. 
- Hvað gerir Nýsköpunarmiðstöð Íslands? 
- Kynning á verkefninu Ræsingu í Fjallabyggð sem fer af stað á nýju ári 
- Að virkja hugann! 
- Hvaðan koma hugmyndir?
- Hvernig hægt er að losna úr viðjum vanans og efla sköpunarhæfnina sem býr innra með okkur öllum? 

Sigurður Steingrímsson, verkefnisstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands hvetur íbúa Fjallabyggðar til dáða. 

Heitt á könnunni. 

Allir sem áhuga hafa á nýjungum í atvinnulífi Fjallabyggðar eru hvattir til að mæta á fundinn. 

Fjallabyggð og Nýsköpunarmiðstöð Íslands