Fyrirhuguð fækkun hjá Sýslumanni.

Sýslumannsskrifstofan á Siglufirði. (Mynd: www.syslumenn.is)
Sýslumannsskrifstofan á Siglufirði. (Mynd: www.syslumenn.is)
Á fundi bæjarráðs í gær, fimmtudaginn 16. október var, voru kynnt drög að reglugerð um ný umdæmi lögreglu- og sýslumannsembætta og óskað umsagnar. 
Bæjarráð Fjallabyggðar gerir ekki athugasemdir við umdæmamörk eða skipan í umrædd störf.

Undir þessum lið kom hins vegar fram að Svavar Pálsson sýslumaður á Húsavík væri búinn að upplýsa bæjarstjóra Fjallabyggðar að ætlunin væri að fækka um eitt stöðugildi á sýsluskrifstofunni á Siglufirði í kjöfar umdæmisbreytinga og skertra fjárframlaga. 

Bæjarráð gerir alvarlegar athugasemdir við fækkun starfa í Fjallabyggð á vegum ríkisins og kallar eftir skýrum svörum og rökstuðningi frá ríkisvaldinu. Jafnframt verður óskað eftir fundi með nýjum sýslumanni þar sem lögð verður áhersla á að fá svör við hans framtíðaráformum er varðar Fjallabyggð.