Á fundi bæjarráðs í gær, fimmtudaginn 16. október, kynnti bæjarstjóri greinargerð að forsendum að fyrstu drögum að
fjárhagsáætlun ársins 2015.
Áður en útgönguspá fyrir árið 2014 liggur fyrir og rammi fyrir árið 2015 verður ákveðinn telur bæjarstjóri
brýnt að bæjarráð taki afstöðu til eftirtaldra atriða:
1. Útsvar.
Lagt er til að viðhalda sömu álagningaprósentu á útsvari fyrir árið 2015, þ.e. 14,48%.
2. Fasteignaskattar og gjöld.
Lagt er til að álagningarstofnar fasteignagjalda verði óbreyttir á árinu 2015.
3. Lagt er til að miðað verði við forsendur frá Sambandi ísl. sveitarfélaga er varðar aðrar forsendur fyrir áætlunargerð
sveitarfélaga fyrir árið 2015.
Áður lagt fram til kynningar.
4. Fjárfestingar og afborganir lána.
Lagt er til að í eignfærða fjárfestingu verði varið um kr. 200.000.000
Miðað er við að afborgun lána sé kr. 64.000.000
Ekki er gert ráð fyrir lántökum.
5. Aðrar áherslur.
Að rekstur málaflokka taki mið af rauntekjum.
Að rekstrarniðurstaðan verði í lok yfirferðar jákvæð.
Að veltufé frá rekstri miðist við 10% - 15% .
Að veltufjárhlutfall verði aldrei lægra en 1,0.
Að skuldahlutfall verði aldrei hærra en lög gera ráð fyrir.
Að handbært fé í árslok verði ekki lægra en verið hefur.
Vísað er einnig í forsendur sem fram komu á 355. fundi bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkti að unnið verði eftir ofangreindum forsendum.
Eftir yfirferð og umræður lagði bæjarstjóri fram samanburð á gjaldskrám fyrir Fjallabyggð og var ákveðið að skoða
þær á næsta fundi.
Lögð var áhersla á mikilvægi þess að bæjarfulltrúar komi fram með mótaðar tillögur á næsta fund
bæjarráðs ef gera á breytingar á umfangi rekstrar á næsta ári.