Tillaga að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Siglufjarðar
Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 16. október 2024 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Siglufjarðar skv. 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var kynnt á opnum íbúafundi þann 6. nóvember sl. og er markmið hennar að útbúa nýja lóð fyrir verslunarkjarna sem mun m.a. hýsa nýja verslun Samkaupa hf. ásamt öðrum verslunum og/eða þjónustu.
Nánari upplýsingar eru á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.
__________________________________________________________________________________________________
Tillaga að breytingu deiliskipulags miðbæjarins liggur frammi á upplýsingatöflu á 3. hæð Ráðhúss Fjallabyggðar við Gránugötu 24 á Siglufirði og á nýjum vef Skipulagsstofnunar, www.skipulagsgatt.is.
Frestur til að skila inn athugasemdum er frá 13. nóvember til og með 2. janúar 2025. Eingöngu er tekið við athugasemdum og ábendingum á rafrænan hátt í gegnum skipulagsgátt, bein slóð inn á málið er skipulagsgatt.is/issues/2024/1341. Hægt er að óska eftir nánari leiðbeiningum á tæknideild Fjallabyggðar, taeknideild@fjallabyggd.is.
Tæknideild Fjallabyggðar.