Á fundi markaðs- og menningarnefndar þann 3. febrúar sl. var lögð fram ársskýrsla forstöðumanns Bóka- og
héraðsskjalasafns Fjallabyggðar fyrir árið 2013. Þar eru teknar saman upplýsingar um starfsemi bókasafnsins, héraðsskjalasafnsins og
upplýsingamiðstöðvar.
Í skýrslunni kemur fram að alls eru 282 lánþegar með gild bókasafnsskírteini 30. nóvember 2013 sem gerir um 14% af íbúum
Fjallabyggðar. Rétt er þó að taka fram að börn yngri en 17 ára eru með frían aðgang að bókasafninu. Heildarútlán
voru 7.587 sem skiptist á milli byggðarkjarna sem hér segir; 4.703 á Siglufirði og 2.884 í Ólafsfirði.
Í skýrslunni kemur fram að opnunartími hafi verið samræmdur á milli staða við stjórnsýsluúttekt en að mati
forstöðumanns þurfi að endurskoða opnunartíma safnanna til að koma til móts við ólíkar þarfir safngesta.
Er varðar starfsemi héraðsskjalasafnsins þá voru á árinu 13 afhendingar gagna til safnsins. Einkaskjalasöfn voru fimm og níu opinber
skjalasöfn. Samtals 1,28 hillumetrar.
Heimsóknir safngesta voru átta talsins og er aðstöðuleysi fyrir gesti fyrst og fremst um að kenna.
Jafnframt kemur fram í skýrslunni að um 1.400 ferðamenn hafi heimsótt upplýsinga-miðstöðina á tímabilinu 15. maí - 15.
september.
Áhugasamir geta kynnt sér starfsemi þessara stofnanna Fjallabyggðar með því að lesa ársskýrsluna sem má nálgast
hér.