Fréttir

Vegna flugeldasýningar á Síldarævintýrinu 2024

Athygli er vakin á því að leyfi hafa verið gefin út vegna flugeldasýningar á Síldarævintýrinu á Siglufirði laugardaginn 3. ágúst á milli klukkan 22:30-23:30. Ef veðuraðstæður hamla því að hægt verði að skjóta upp flugeldum á þeim tíma er heimilt að færa flugeldasýninguna til sunnudagsins 4. ágúst á milli klukkan 22:30-23:30. Björgunarsveitin Strákar mun sjá um framkvæmd flugeldasýningarinnar. Skotið verður upp frá Norðurtanga. Eigendur gæludýra, hesta og búfénaðar á svæðinu eru beðnir um að gera viðeigandi ráðstafanir til þess að lágmarka að dýrin verði fyrir óþægindum.
Lesa meira