Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032
Flæðar Ólafsfirði
Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti þann 27. júní sl. að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032 í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin er unnin samhliða breytingu deiliskipulags Flæða í Ólafsfirði með það að markmiði að bjóða upp á fjölbreyttari húsagerðir á svæðinu en gert er ráð fyrir í gildandi deiliskipulagi, þar sem aðeins var gert ráð fyrir einbýlishúsalóðum.
Nánari upplýsingar eru á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar undir slóðinni: skipulagsgatt.is/issues/2024/420
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Flæða í Ólafsfirði
Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti þann 27. júní 2024 að auglýsa tillögu að breytingu deiliskipulags Flæða skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sú breyting er gerð að í stað fjögurra lóða fyrir einbýlishús við Ægisbyggð 7 og Mararbyggð 14, 16 og 18, verða á svæðinu þrjár lóðir fyrir parhús á einni hæð ásamt sambyggðum bílgeymslum. Einnig er bætt við lóð fyrir fimm íbúða raðhús ásamt sambyggðum bílgeymslum á óbyggðu svæði/útivistarsvæði sunnan raðhúsalóða við Bylgjubyggð 13-25 og 27-35.
Nánari upplýsingar eru á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar undir slóðinni: skipulagsgatt.is/issues/2024/421
____________________________________________________________________________
Tillögur að breytingu aðalskipulags og deiliskipulags liggja frammi á upplýsingatöflu á 3.hæð Ráðhúss Fjallabyggðar við Gránugötu 24 á Siglufirði og á bókasafni Fjallabyggðar við Bylgjubyggð 2B í Ólafsfirði og á nýjum vef Skipulagsstofnunar, www.skipulagsgatt.is.
Frestur til að skila inn athugasemdum er frá 19. ágúst til og með 4. október 2024. Eingöngu er tekið við athugasemdum og ábendingum á rafrænan hátt í gegnum skipulagsgátt. Hægt er að óska eftir nánari leiðbeiningum í gegnum netfangið iris@fjallabyggd.is eða hjá skipulagsfulltrúa í síma 464-9100.
Skipulagsfulltrúi Fjallabyggðar
Í viðhengi eru líka tillögurnar sjálfar sem má endilega linka við: