Vel heppnað Síldarævintýri 2024

Síldarævintýrið á Siglufirði var haldið í 30. skipti um nýliðna Verslunarmannahelgi.

Siglufjörður iðaði svo sannarlega af lífi alla helgina. Hátíðin tókst einstaklega vel og var fjölmenni á svæðinu. Viðburðir og afþreying var í boði fyrir alla og hvergi slakað á.

Hátíðin var samsett af stórum og smáum viðburðum vítt og breytt um bæinn og er það áhugafólk um menningu og mannlíf á Siglufirði sem standa fyrir hátíðinni en það eru þeir Þórarinn Hannesson, Guðmundur Óli Sigurðsson og Jóhann K. Jóhannsson. Sveitarfélagið, fjölmörg fyrirtæki og einstaklingar studdu við hátíðina í ár sem gerði það úr verkum að hún var eins glæsileg og raun bar vitni.

Fjallbyggð færir öllum þeim sem að hátíðinni komu kærar þakkir fyrir vel heppnað Síldarævintýri 2024.