Fréttir

Heitavatnslaust á Siglufirði 15.8.2023 frá kl. 23:00 og fram eftir nóttu

Heitavatnslaust verður á Siglufirði í miðbæ og að Hvanneyrabraut 66, sjá nánar á korti, 15.08.2023 frá kl 23:00 og fram eftir nóttu vegna viðgerða á dreifikerfi. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Norðurlandi í síma 528 9000 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof
Lesa meira

Lausar skólaliðastöður við báðar starfsstöðvar Grunnskóla Fjallabyggðar

Vegna forfalla eru lausar tvær 100% stöður skólaliða við Grunnskóla Fjallabyggðar - í skólahúsinu við Norðurgötu á Siglufirði og í skólahúsinu við Tjarnarstíg Ólafsfirði. Einnig er laus 40% staða skólaliða við skólahúsið við Norðurgötu. Vinnutími 13:00-16:15.
Lesa meira

Laus er 50% staða í Frístund og Lengdri viðveru í Grunnskóla Fjallabyggðar

Laus er ríflega 50% staða starfsmanns í Frístund og lengdrar viðveru í skólahúsinu við Norðurgötu á Siglufirði. Vinnutími er frá 12:00 í 16:15 alla virka daga.
Lesa meira

Auglýsing um skipulag í Fjallabyggð

Auglýsing um skipulag í Fjallabyggð
Lesa meira

Skráning er hafin í Frístund, frístundastarf barna í 1.-4. bekk, haustið 2023

Áfram verður nemendum í 1.-4. bekk gefinn kostur á Frístund strax að loknum skólatíma kl. 13.35 – 14.35. Frístund er frístundastarf, samstarfsverkefni Fjallabyggðar, íþróttafélaga, tónlistarskólans og grunnskólans. Nemendum er boðið upp á að fara í Frístund í klukkustund, strax að lokinni kennslu grunnskólans. Starfið fer ýmist fram í íþróttahúsinu/sundlauginni/tónlistarskólanum eða grunnskólanum. Nemendum er keyrt á milli grunnskólans og íþróttahúss/sundlaugar í Frístund.
Lesa meira

Umferðarstýring í Múla-og Strákagöngum 11.-12. ágúst

Orðsending frá lögreglu: Um næstu helgi verður Fiskidagurinn mikli haldinn á Dalvík og því er, í samráði við Vegagerðina, fyrirhugað að notast við umferðarstýringu í Múla-og Strákagöngum föstudaginn 11. og laugardaginn 12. ágúst.
Lesa meira

Rafmagnstruflanir í Fjallabyggð 9. ágúst kl. 23:30 til 10. ágúst kl. 07:00

Rafmagnstruflanir verða í Fjallabyggð 9. ágúst kl. 23:30 til 10. ágúst kl. 07:00
Lesa meira

Viðburðir Verslunarmannahelgarinnar í Alþýðuhúsinu á Siglufirði

Fréttatilkynning Alþýðuhúsið á Siglufirði um Verslunarmannahelgi 5. - 6. ágúst 2023 Alþýðuhúsið á Siglufirði fagnar Verslunarmannahelginni með tveimur menningarviðburðum.
Lesa meira

Hámarksheilsa með Sigurjóni Erni - Tjarnarborg 11. ágúst

Heilsueflandi samfélag – Fjallabyggð býður ykkur á heilsufyrirlestur með Sigurjóni Erni föstudaginn 11. ágúst kl. 17:00 í Tjarnarborg, Ólafsfirði Sigurjón er íþróttafræðingur, þjálfari og er í dag með fremri ultrahlaupurum hér á landi og rekur tvær hóptímastöðvar UltraForm. Undanfarin ár hefur hann leitað leiða til að hámarka sína heilsu og mun deila með ykkur sínum leiðum til að hámarka árangur.
Lesa meira

Berjadagar tónlistarhátíð verður haldin 3.-6. ágúst 2023

Berjadagar tónlistarhátíð verður haldin 3.-6. ágúst Berjadagar er fjölskylduvæn þriggja til fjögurra daga tónlistarhátíð sem fram fer um Verslunarmannahelgi ár hvert í Ólafsfirði. Á Berjadögum tónlistarhátíð koma fram ólíkir hljóðfæraleikarar til að flytja list sína í kynngimögnuðum tónlistarsölum sem gera upplifun af klassískum tónleikum einstaka.
Lesa meira