Auglýsing um skipulag í Fjallabyggð

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032

Kirkjugarður á Saurbæjarási – stækkun landnotkunarreits.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti þann 20. Júní sl. að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032 í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin gerir ráð fyrir breyttri afmörkun á landnotkunarreit frá því að vera punktur yfir í að vera um 6 ha fláki.

Nánari upplýsingar eru á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar undir slóðinni:

https://skipulagsgatt.is/issues/32

Tillaga að deiliskipulagi kirkjugarðs á Saurbæjarási, Siglufirði.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti þann 20. Júní 2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi kirkjugarðs á Saurbæjarási skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið er tæpir 6 ha. og markast af Siglufjarðarvegi til suðurs og vesturs og Ráeyrarvegi til norðurs. Markmið deiliskipulagsins er að festa í sessi núverandi kirkjugarð á Saurbæjarási og tryggja garðinum nægilegt landrými fyrir kistugrafreiti næstu áratugi. Þá er jafnframt tekið frá svæði sem hugsað er til lengri framtíðar hvað varðar nýtingu.

Nánari upplýsingar eru á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar undir slóðinni: https://skipulagsgatt.is/issues/26

________________________________________________________________________________________________________________

Tillögur að breyttu aðalskipulagi og nýju deiliskipulagi liggja frammi á upplýsingatöflu á 3.hæð Ráðhúss Fjallabyggðar við Gránugötu 24 á Siglufirði frá 11. ágúst til 28. september og á nýjum vef Skipulagsstofnunar, www.skipulagsgatt.is.  

Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 28.september 2023. Eingöngu er tekið við athugasemdum og ábendingum á rafrænan hátt í gegnum skipulagsgátt. Hægt er að óska eftir nánari leiðbeiningum í gegnum netfangið iris@fjallabyggd.is.

Skipulagsfulltrúi Fjallabyggðar.