Fréttir

Hver hlýtur Eyrarrósina 2023?

Í átjánda sinn auglýsa Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Icelandair nú eftir umsóknum um Eyrarrósina. Viðurkenningin er veitt framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni sem hefur fest sig í sessi. Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 miðvikudaginn 13. apríl.
Lesa meira

Tillaga til þingsályktunar um veggöng milli Siglufjarðar og Fljóta

Alþingi hefur ályktað að fela innviðaráðherra að fela Vegagerðinni að ljúka nauðsynlegum rannsóknum vegna gerðar vegganga fyrir þjóðveg milli Siglufjarðar og Fljóta, hanna slíkt mannvirki og leggja mat á kostnað við gerð þess. Ráðherra leggi skýrslu með niðurstöðum rannsókna og kostnaðarmati fyrir Alþingi fyrir árslok 2023.
Lesa meira

Fegrum Fjallabyggð – niðurstaða íbúakosninga

Íbúakosning lýðræðisverkefnisins Fegrum Fjallabyggð fór fram dagana 13. – 26. mars. Alls tóku 356 manns þátt í kosningunni eða 21,5% íbúa 15 ára og eldri. Fimm verkefni hlutu kosningu og raðast á þær 20 milljónir sem úthlutað var til verkefnisins. Mörg áhugaverð verkefni sem ekki hlutu kosningu munu samt sem áður fá verðskuldaða umfjöllun í stjórnkerfi bæjarins.
Lesa meira

Hátindur 60+ Vel heppnuð opnunarhátíð í Tjarnarborg

Hátindi 60+ nýsköpunar-og þróunarverkefni í þjónustu við íbúa Fjallabyggðar 60 ára og eldri var formlega ýtt úr vör í Tjarnarborg í dag. Fjölmenni mætti á opnunina sem tókst í alla staði mjög vel.
Lesa meira

Regus opnar fjarvinnuaðstöðu á Siglufirði

Regus opnaði nýjan og glæsilegan skrifstofukjarna, við hátíðlega athöfn á Siglufirði, í gær, 28. mars. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra opnaði kjarnann við fjölmenni. Regus býður nú upp á 24 starfsstöðvar á Siglufirði, bæði í opnum og lokuðum rýmum. Það mun nýtast bæjarbúum og gestum og þegar hafa fyrirtæki tryggt sér rými á skrifstofukjarnanum á Siglufirði.
Lesa meira

Vel heppnuð fjárfestahátíð á Siglufirði

Þrettán verkefni hafa verið valin til þátttöku á Fjárfestahátíð Norðanáttar sem fer fram á Siglufirði í dag þann 29. mars 2023 Þetta er í þriðja sinn sem Norðanátt stendur að hátíðinni en í ár var öllum landshlutum boðið að taka þátt af öllu landinu. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra setti hátíðina en fjölmenni sótti hátíðina og færri komust að en vildu.
Lesa meira

Opnun Hátinds 60+ í Tjarnarborg í dag kl. 12:00 - Rútuferðir frá Siglufirði

Fjallabyggð ásamt samstarfsaðilum ýta úr vör metnaðarfullu nýsköpunar- og þróunarverkefni sem snýr að þjónustu við íbúa sveitarfélagsins 60 ára og eldri. Súpufundur verður haldinn í menningarhúsinu Tjarnaborg í Ólafsfirði miðvikudaginn 29. mars kl 12:00. Akstur verður frá Ráðhúsinu Siglufirði kl: 11:30 - Brottför frá Tjarnaborg 13:10
Lesa meira

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, staðsetur skrifstofu sína á Siglufirði í dag þriðjudaginn 28. mars

Málefni ráðuneytisins eiga við um land allt og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, staðsetur skrifstofu sína víðsvegar um landið á kjörtímabilinu. Nú er komið að Fjallabyggð. Skrifstofa ráðherra verður þannig staðsett á Siglufirði í dag og á miðvikudag. Á hverri starfsstöð eru öll áhugasöm velkomin á opna viðtalsíma. Í þetta skiptið fara þeim fram milli kl. 15 og 16 í Regus á Siglufirði.
Lesa meira

Kynningarfundur - nýbyggingar við Vallarbraut á Malarvelli

Kynningarfundur varðandi framkvæmdir við Vallarbraut á Malarvellinum og hugsanleg kaup á nýjum íbúðum fer fram í Bláa húsinu, þriðjudaginn 28. mars nk. kl. 16:00. Grétar Sigfinnur Sigurðarson sem hefur yfirumsjón með verkinu mun fara yfir þær framkvæmdir sem eru í farvatninu og tímalínu þeirra. Eins mun hann sýna teikningar af húsum og íbúðum og svara spurningum áhugasamra kaupenda.
Lesa meira

20 ára og eldri velkomnir í opna hreyfitíma í þessari viku í íþróttahúsum Fjallabyggðar

Ákveðið að bjóða íbúum 20 ára og eldri í síðustu opnu hreyfitímana fyrir páska. Þriðjudaginn 28. mars kl. 17:30 - 18:30 á Siglufirði og miðvikudaginn 29. mars kl. 17:00 - 18:00 í Ólafsfirði. Stýrihópur um heilsueflandi samfélag ákvað að framlengja verkefnið með fjórum tímum í viðbót í Ólafsfirði eftir páska, þar sem mikil þátttaka hefur verið í opnum tímum þar. Allir íbúar Fjallabyggðar 20 ára og eldri eru velkomnir í tímana sem verða miðvikudagana 12. apríl, 19. apríl, 26. apríl og 3. maí. Í boði verður fjölbreytt hreyfing og góður félagsskapur.
Lesa meira