10.03.2023
Bæjarstjórn Fjallabyggðar leitar ábendinga á fyrirhugaðri deiliskipulagsvinnu kirkjugarðsins á Saurbæjarási. Í skipulagslýsingu, sem gefin er út af Kanon arkitektum koma fram upplýsingar um forsendur, stefnu og fyrirhugað skipulagsferli. Tilgangur með útgáfu lýsingar er að tryggja aðkomu almennings og hagsmunaaðila að skipulagsferlinu á fyrstu stigum.
Lesa meira
07.03.2023
Þann 1. mars sl. héldu Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð og SSNE opinn samráðsfund með ferðaþjónustuaðilum á Tröllaskaga. Fundurinn var haldinn í Tjarnarborg í Ólafsfirði. Mjög góð mæting var á fundinn en um 40 manns mættu og tóku þátt í umræðum um ferðaþjónustu á svæðinu.
Lesa meira
06.03.2023
Bæjarstjórn Fjallabyggðar
227. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Tjarnarborg, Aðalgötu 13, Ólafsfirði 8. mars 2023 kl. 17.00
Lesa meira
03.03.2023
Rafræn sundkort og líkamsræktarkort eru komin í loftið fyrir íbúa og gesti Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar. Hægt er að kaupa staka miða, skipta kort og tímabilskort. Í stað þess að fá kort í hendurnar sækir fólk stafrænt kort og setur það í snjallsímann sinn.
Lesa meira
03.03.2023
Markmið með starfi NORA (Norræna Atlantssamstarfsins) er að styrkja samstarf á Norður-Atlantshafssvæðinu. Ein leið að því markmiði er að veita verkefnastyrki tvisvar á ári til samstarfsverkefna á milli Íslands og a.m.k. eins annars NORA-lands, þ.e. Grænlands, Færeyja, strandhéraða Noregs. Nú er komið að fyrri úthlutun ársins 2023.
Lesa meira
01.03.2023
Opnað verður fyrir umsóknir í Lóu 2. mars 2023 og er umsóknarfrestur til 27. mars 2023.
Lesa meira