Fréttir

Sorphirða í Fjallabyggð í desember og janúar

Hér er að finna sorphirðudagatal í Fjallabyggð fyrir desember 2023 og janúar 2024. Sorphirðudagatal. Sorp er hirt á mánudögum og þriðjudögum á Siglufirði og á miðvikudögum í Ólafsfirði.
Lesa meira

Daníel Páll ráðinn varaslökkviliðsstjóri

Daníel Páll Víkingsson hefur verið ráðinn varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðs Fjallabyggðar og tekur hann við starfinu af Þormóði Sigurðssyni 1. janúar nk.
Lesa meira

Úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2023-2024

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt Fjallabyggð um úthlutun á 167 tonnum af byggðakvóta, af alls 4829 tonna byggðakvóta yfirstandandi fiskveiðiárs 2023-2024. Fjallabyggð fær samtals 3,4% af heildarúthlutun til allra byggðarlaga. Kvótinn skiptist á milli sveitarfélagsins þannig að til Ólafsfjarðar fara 36 tonn, en til Siglufjarðar fara 131 tonn.. Heildartonnafjöldinn þ.e. 167 tonn sem úthlutað er til byggðarlagsins er 18 tonnum lægri en á síðasta fiskveiði ári.
Lesa meira

Fjölsótt Aðventustund félaga eldri borgara í Bátahúsinu

Félögum eldri borgara í Fjallabyggð var boðið til Aðventustundar í Bátahúsi Síldarminjasafnsins mánudaginn 11. desember sl.
Lesa meira

237. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

Lesa meira

Námskeið í skíðagöngu fyrir íbúa Fjallabyggðar

Stýrihópur um heilsueflandi samfélag, Skíðafélag Ólafsfjarðar og Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg, ætla að standa sameiginlega fyrir námskeiðum í skíðagöngu fyrir íbúa Fjallabyggðar í janúar 2024.
Lesa meira

Stefnumótun og framtíðarsýn íþróttamála í Fjallabyggð lokið

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti formlega á fundi sínum þann 8. febrúar 2023 að stofna samráðshóp um stefnumótun og framtíðarsýn í íþróttamálum í Fjallabyggð. Samráðshópurinn hefur nú lokið störfum og hefur stefna um framtíðarsýn íþróttastarfs í Fjallabyggð verið gefin út.
Lesa meira

Skráning hafin á Mannamót Markaðsstofa landshlutanna

Mannamót Markaðsstofa landshlutanna er stefnumót fagaðila í ferðaþjónustu á Íslandi. Markaðsstofa Norðurlands og Fjallabyggð hvetja öll fyrirtæki í ferðaþjónustu í sveitarfélaginu til að taka þátt í Mannamótum og nýta tækifærið til kynningar og sölu á sínu fyrirtæki. Þetta er einstakt tækifæri til að efla tengsl við núverandi viðskiptavini, mynda ný tengsl og ekki síður til að kynnast samstarfsaðilum um allt land.
Lesa meira

Haustsýning og jólagleði MTR 8. desember nk.

Nemendur MTR gestum og gangandi að koma og skoða verkefni frá haustönninn á árlegri haustsýningu. Sýningin verður haldin föstudaginn 8. desember og stendur frá kl. 16.00 - 21.00. Milli 16.00 og 18.00 verða skemmtilegar vinnustofur og jólaföndur fyrir börn auk þess sem veitingar verða í boði.
Lesa meira

Jólakvöld og menningarhelgi framundan í Fjallabyggð

Það er sannkölluð jóla- og aðventu helgi framundan í Fjallabyggð. Hin árlegu jólakvöld verða á Siglufirði fimmtudaginn 7. desember og á Ólafsfirði föstudaginn 8. desember. Á jólakvöldum í Fjallabyggð er lengri opnun hjá verslunar- og þjónustuaðilum og íbúum og gestum boðið upp á notalega jólastemningu.
Lesa meira