Fréttir

212. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

212. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Tjarnarborg í Ólafsfirði, 13. apríl 2022 kl. 17.00
Lesa meira

Rekstur tjaldsvæða Fjallabyggðar áfram í höndum Kaffi Klöru í Ólafsfirði

Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að gerður verði rekstrarsamningur við Kaffi Klöru ehf. í Ólafsfirði um rekstur tjaldsvæða Fjallabyggðar til næstu þriggja ára.
Lesa meira

Friðþjófur Jónsson hefur verið ráðinn yfirhafnarvörður Fjallabyggðahafna

Friðþjófur Jónsson hefur verið ráðinn í starf yfirhafnarvarðar Fjallabyggðahafna sem auglýst var laust til umsóknar þann 18. febrúar sl. Tíu umsóknir bárust um starfið.
Lesa meira

Dregið hefur verið í páskahappdrætti Neons

Dregið hefur verið í páskahappdrætti Neons. Útdráttur fór fram á skrifstofu sýslumanns fimmtudaginn 7. apríl 2022. Félagsmiðstöðin Neon vill þakka öllum þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa stutt þau í fjáröflun fyrir Samfésferðina þeirra.
Lesa meira

Leysingar Alþýðuhúsinu á Siglufirði um páskana 2022

Föstudaginn langa 15. apríl kl. 14.00 hefst árlega listahátíðin Leysingar í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Hátíðin stendur í þrjá daga og er boðið upp á sýningu í Kompunni, þrjá gjörninga, upplestur og tvenna tónleika.
Lesa meira

Tilkynning til foreldra/forsjáraðila barna í Leikskóla Fjallabyggð

Senn líður að sumri og vill Fjallabyggð vekja athygli á lokunartíma Leikskóla Fjallabyggðar sumarið 2022. Leikskóli Fjallabyggðar verður lokaður í 4 vikur eða 20,5 virka daga vegna sumarleyfa starfsfólks eða frá kl. 12 á hádegi föstudaginn 15. júlí. Leikskólinn opnar aftur þriðjudaginn 16. ágúst.
Lesa meira

Orðsending frá félagsmiðstöðinni Neon - Páskahappdrætti

Orðsending frá félagsmiðstöðinni Neon. Útdrætti í páskahappdrætti Neons er frestað til fimmtudags. Útdráttur fer fram á sýsluskrifstofu. Unglingar í Neon þakka öllum sem gáfu vinninga eða keyptu miða innilega fyrir stuðninginn.
Lesa meira

Innviðir á Norðurlandi – Áskoranir í íbúðauppbyggingu og orkuöflun

Samtök iðnaðarins, Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra og Landsnet boða til opins fundar í Hofi á Akureyri fimmtudaginn 7. apríl kl. 16–18. Yfirskrift fundarins er Innviðir á Norðurlandi - Áskoranir í íbúðauppbyggingu og orkuöflun. Boðið verður upp á léttar veitingar að fundi loknum. Fundurinn er opinn öllum. Hér er hægt að skrá sig á fundinn.
Lesa meira