Fréttir

Haustfundur ferðaþjónustu, menningar-, afþreyingar- og þjónustuaðila í Fjallabyggð

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar stendur fyrir fundi með ferðaþjónustu, menningar-, afþreyingar-, og þjónustuaðilum í Fjallabyggð Í Tjarnarborg þriðjudaginn 12. október frá kl. 17:00 – 18:30.
Lesa meira

Vatnsveður í Fjallabyggð

Bæjarstjórn og bæjarstjóri vilja koma kærum þökkum til allra þeirra viðbragðsaðila sem unnu að aðgerðum dagana 28. september og 2. október þegar rigningarvatn fór að flæða inn í hús bæði í Ólafsfirði og á Siglufirði. Ljóst er að ef þeirra nyti ekki við hefði ástandið orðið mun verra. Íbúar Fjallabyggðar fá einnig kærar þakkir fyrir dugnað og þolinmæði á meðan unnið var úr aðstæðum.
Lesa meira

Tilkynning til íbúa í Ólafsfirði - uppfærð tilkynning

Þeir húseigendur sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni vegna vatns í Ólafsfirði aðfaranótt sunnudagsins 3. október er bent á að tilkynna tjónið til síns tryggingafélags. Jafnframt hefur Náttúruhamfaratrygging Íslands málið til skoðunar. Hægt er að tilkynna tjón rafrænt á heimasíðum tryggingafélaga. Vakni frekari spurningar eða eitthvað er óljóst er einnig hægt að hafa samband við starfsmenn bæjarskrifstofu.
Lesa meira