22.10.2020
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar auglýsir eftir umsóknum frá listamönnum búsettum í Fjallabyggð eða rökstuddum ábendingum/tilnefningu um hver hljóta skuli nafnbótina Bæjarlistamaður Fjallabyggðar árið 2021. Aðeins þeir listamenn sem búsettir hafa verið í Fjallabyggð að minnsta kosti um tveggja ára skeið koma til greina. Nafnbótin getur hvort sem er hlotnast einstaklingum eða hópi. Auk nafnbótarinnar er bæjarlistamanni veittur menningarstyrkur og verður útnefning að vanda tilkynnt í janúar 2021.
Lesa meira
22.10.2020
Minjastofnun Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsafriðunarsjóði fyrir árið 2021.
Lesa meira
20.10.2020
Nú er unnið að endurskoðun á aðalskipulagi Fjallabyggðar. Bæjarstjórn hvetur alla íbúa og aðra hagsmunaaðila til að kynna sér þau skipulagsdrög sem nú eru lögð fram.
Lesa meira
15.10.2020
Rétt er að benda íbúum Fjallabyggðar sem og öðrum á auglýsingu Mennta- og menningarmálaráðuneytisins vegna starfs án staðsetningar. Klárt tækifæri fyrir alla þá sem vilja starfa hjá ráðuneyti í Reykjavík en búa í Fjallabyggð - staðnum þar sem vel er tekið á móti þér og þínum.
Lesa meira
13.10.2020
192. fundur Bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði 15. október 2020 kl. 17.00
Lesa meira
12.10.2020
KEA auglýsir eftir umsóknum í Menningar- og viðurkenningarsjóð
Lesa meira
09.10.2020
Að gefnu tilefni er íbúum Fjallabyggðar bent á að losunarstaðir við Selgil á Siglufirði og fyrir ofan Hlíðarveg í Ólafsfirði eru eingöngu fyrir garðaúrgang og óvirkan úrgang EKKI lífrænan úrgang.
Lesa meira
08.10.2020
Þar sem almannvarnir hafa lýst yfir neyðarstigi vegna Covid-19 verður SSNE að laga áður auglýstan viðverutíma vegna styrkumsókna í Uppbyggingarsjóð að nýjum aðstæðum.
Við verðum öll að gæta ítrustu varkárni og leggja okkar lóð á vogarskálarnar í baráttunni við veiruna. Þar er ein af megináherslunum að lágmarka samgang fólks á milli.
Lesa meira
08.10.2020
Fjallabyggð vill koma því á framfæri að tímabundið, á meðan Covid-19 ástand varir, er almenningi ekki heimilt að notfæra sér ferðir skólarútu. Þegar opnað verður fyrir almenna farþega að nýju verður það tilkynnt.
Lesa meira
06.10.2020
Breytingar á starfsemi og aðgengi að Ráðhúsinu á Siglufirði frá og með miðvikudeginum 7. október 2020.
Afgreiðsla Ráðhússins verður áfram opin á hefðbundnum tíma alla virka daga frá kl. 09:30-15:00. Þangað er hægt að hringja á opnunartíma í síma 464 9100 til að fá samband við starfsmenn Ráðhússins. Einnig er hægt að senda tölvupóst á fjallabyggd@fjallabyggd.is. Starfsfólk í afgreiðslu mun leiðbeina og leitast við að leysa úr þeim málum sem um er að ræða í hverju tilviki.
Lesa meira