Fréttir

Gleðilega páska

Fjallabyggð óskar íbúum og landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Lesa meira

Fréttatilkynning vegna ársreiknings Fjallabyggðar 2018

Fréttatilkynning vegna ársreiknings Fjallabyggðar 2018 Ársreikningur Fjallabyggðar var lagður fram til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi 12. apríl sl. Rekstur bæjarsjóðs gekk vel og var betri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun.
Lesa meira

Páskar í Fjallabyggð 2019

Fjallabyggð iðar að lífi, fólki, tónlist og menningu alla páskana. Páskadagskráin hefst strax föstudaginn 12. apríl með Sigló Freeride keppninni í Skarðinu, leiksýningu, tónleikum KK & föruneytis á Kaffi Rauðku og dagana 12. og 13. apríl verða eitt hundrað ár liðin frá mannskæðustu snjóflóðum í Hvanneyrarhreppi og verður atburðanna minnst með göngu á vegum Síldarminjasafnsins að Evanger verksmiðjunni og einnig verður helgistund í Siglufjarðarkirkju og í Héðinsfirði. Skíðasvæðin verða opin og veitingastaðir, gallerí og söfn bjóða upp á góða dagskrá líka. Bæði skíðasvæðin verða opin alla daga með endalaust páskafjör í brekkunum fyrir alla fjölskylduna. Í Skarðinu á Siglufirði verður leikjabraut, ævintýraleið, bobb-braut, hólabrautir, pallar, páskaeggjamót, lifandi tónlist og grill svo eitthvað sé nefnt. Einnig verður lögð 3 km. göngubraut á Hólssvæði. Og það sama má segja um skíðasvæðið Tindaöxl en þar verður opið alla páskana, Bárubrautin verður troðin og tónlist og stemmning í fjallinu.
Lesa meira

Fræðslufundur um fíkniefni og fíkniefnaneyslu 29. apríl nk. í Tjarnarborg

Mánudaginn 29. april 2019 verður fíkniefnafræðsla í Tjarnarborg. Fræðslufundurinn hefst kl. 19:30. Fræðslan er í samvinnu við Lögregluna á Norðurlandi eystra, Grunnskóla Fjallabyggðar og Menntaskólann á Tröllaskaga. Tveir fulltrúar fíkniefnateymis lögreglunnar koma á fundinn og fræða fundarmenn um ýmislegt varðandi fíkniefni og fíkniefnaneyslu svo sem aðgengi, einkenni og ýmislegt annað. Haustið 2016 var haldinn vel heppnaður fundur í Tjarnarborg með sömu aðilum og nú endurtökum við leikinn.
Lesa meira

173. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

Bæjarstjórn Fjallabyggðar 173. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Tjarnaborg, Aðalgötu 13, Ólafsfirði 12. apríl 2019 kl. 15.00.
Lesa meira

Listaverka BAZAR Listhús Gallery, Ólafsfirði 20.-21. apríl nk.

Listaverka BAZAR Listhúss Gallery Ægisgötu 10, Ólafsfirði verður haldinn dagana 20. - 21. apríl frá kl. 14:00-17:00 Öll listaverk í eigu Listhúss verða til sölu.
Lesa meira

Akstur skólabíls í dymbilviku

Í næstu viku er páskaleyfi hjá grunnskólanum og menntaskólanum og því verður lágmarksakstur þessa þrjá virku daga í dymbilvikunni.
Lesa meira

100 ár frá snjóflóðum á Staðarhólsbökkum, í Héðinsfirði og Engidal

100 ár frá snjóflóðum á Staðarhólsbökkum, í Héðinsfirði og Engidal. Dagana 12. og 13. apríl nk. verða eitt hundrað ár liðin frá mannskæðustu snjóflóðum í Hvanneyrarhreppi. Síldarminjasafnið og Siglufjarðarkirkja minnast atburðanna með dagskrá:
Lesa meira

Skíðafélag Ólafsfjarðar - Braut í Héðinsfirði og kvöldopnun í Tindaöxl

Skíðafélag Ólafsfjarðar - Braut í Héðinsfirði og kvöldopnun í Tindaöxl. Á morgun laugardaginn 6. apríl gerum við okkur heldur betur glaðan dag. Skíðagöngubraut verður lögð í HÉÐINSFIRÐI!! Brautin verður lögð frá Grundarkoti og eitthvað inn fyrir Ámá. Áætlað er að búið verði að spora kl. 11:00 í fyrramálið. Skíðaæfing SÓ verður því í Héðinsfirði á morgun og ætla foreldrar að fjölmenna og gera góðan dag. Best er að leggja bílum á bílastæðinu og fara varlega yfir veginn.
Lesa meira

Skólaþing Grunnskóla Fjallabyggðar 9. apríl kl. 18:00 – 20:00 í skólahúsinu í Ólafsfirði.

Grunnskóli Fjallabyggðar er að leggja upp í vegferð um bætt skólastarf. Verkefnið köllum við Framúrskarandi skóli – færni til framtíðar.
Lesa meira