Fréttir

Vetrardagskrá dagþjónustu aldraðra

Dagþjónusta aldraðra á Siglufirði fer fram í Skálarhlíð, Hlíðarvegi 45. Vetrarstarfið er nú að komast í gang og hefst formlega mánudaginn 5. september. Eru allir eldri borgarar og öryrkjar hvattir til að kynna sér starfið og þær tómstundir sem þar eru í boði.
Lesa meira

Uppbygging vegar að skógræktinni

Vinna er þegar hafin við lagfæringar og uppbyggingu vegar að Skógrækt Siglufjaðar. Vegurinn verður breikkaður og sett upp nýtt rimlahlið. Ráðgert er að hækkunin verði um einn meter þar sem vegurinn er lægstur. Framkvæmdin er styrkt af Vegagerðinni, EBÍ og Landgræðslu ríkisins. Áætluð verklok verða um komandi helgi.
Lesa meira

Skóflustunga að nýrri viðbyggingu við Menntaskólann á Tröllaskaga

Skóflustunga að nýrri viðbyggingu við Menntaskólann á Tröllaskaga.
Lesa meira

Tónlistarskólinn á Tröllaskaga - Fréttatilkynning

Frá því í byrjun árs 2014 hafa sveitarfélögin Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð verið í samstarfi er lýtur að því að hafa einn skólastjóra yfir tónlistarskólum sveitarfélaganna. Það samstarf hefur gengið ágætlega. Í samningi sem var gerður um þetta samstarf var ákvæði þar sem lýst var yfir vilja til frekara samstarfs og jafnvel yrði skrefið stigið til fulls og skólarnir sameinaðir. Í febrúar sl. var fræðslustjórum sveitarfélaganna falið að hefjast handa við að formgera samning með það að markmiði að Tónskóli Fjallabyggðar og Tónlistarskóli Dalvíkurbyggðar yrðu sameinaðir í einn skóla.
Lesa meira

Ársskýrsla leikskóla Fjallabyggðar 2015-2016

Á 30. fundi fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar þann 23. ágúst 2016 var lögð fram ársskýrsla Leikskóla Fjallabyggðar fyrir starfsárið 2015 - 2016.
Lesa meira

Ársskýrsla Grunnskóla Fjallabyggðar 2015 - 2016

Á 30. fundi fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar þann 23. ágúst 2016 var lögð fram ársskýrsla Grunnskóla Fjallabyggðar fyrir skólaveturinn 2015 - 2016. Ársskýrsla Gunnskóla Fjallabyggðar 20015-2016
Lesa meira

Fjárréttir í Fjallabyggð haustið 2016

Göngur og réttir 2016
Lesa meira

Skólaakstur veturinn 2016-2017

Nýtt skólaár er að hefjast og því tekur gildi ný tímatafla fyrir skólarútuna okkar. Nemendur og starfsmenn bæði grunn- og menntaskólans eru hvattir til að nota rútuna. Vakin er athygli á því að almenningur getur einnig nýtt sér þessar ferðir svo fremi sem rútan er ekki fullsetin.
Lesa meira

Hraðaskilti við bæjardyrnar

Sett hafa verið upp ný hraðaskilti við bæjardyr Ólafsfjarðar og Siglufjarðar.
Lesa meira

Skólasetning Grunnskóla Fjallabyggðar

Skólasetning Grunnskóla Fjallabyggðar skólaárið 2016-2017 verður miðvikudaginn 24. ágúst nk. sem hér segir.
Lesa meira