Hraðaskilti við bæjardyrnar
Ný hraðaskilti hafa verið sett upp við bæjardyr Ólafsfjarðar og Siglufjarðar til að minna ökumenn á að keyra með gát þegar ekið er innan bæjarmarka.
Við hæfi er að minna vegfarendur á að eftirfarandi götur á Siglufirði eru vistgötur og er hámarkshraði þeirra 15 km/klst.
Aðalgata frá Túngötu að Grundargötu sem er jafnframt einstefnugata til austurs.
Lækjargata frá Gránugötu að Aðalgötu.
Bátadokk, framhjá Hannes Boy Café og Kaffi Rauðku sem er jafnframt einstefnugata til austurs.
Í umferðarlögunum segir um vistgötur "að þar er heimilt að dvelja og vera að leik. Þar ber að aka mjög hægt, að jafnaði eigi hraðar en 15 km/klst. Ef gangandi vegfarandi er nærri má eigi aka hraðar en á venjulegum gönguhraða. Ökumaður skal sýna gangandi vegfaranda sérstaka tillitssemi og víkja fyrir honum. Gangandi vegfarandi má eigi hindra för ökutækis að óþörfu".
Mynd sýnir nýja hraðahindrun í Ólafsfirði