Fréttir

Hjóluðu í skólann

Það er í sjálfu sér ekki í frásögu færandi að börn fari á hjóli í skólann en í gær tóku nokkrir nemendur úr 6. og 7. bekk sig til og hjóluðu í skólann. Nemendurnir eru allir búsettir á Siglufirði og fara að öllu jöfn með skólarútunni til Ólafsfjarðar en í gær ákváðu þau að fara á hjóli. Ferðin tók um 55 mínútur og verður örugglega endurtekin að þeirra sögn.
Lesa meira

Grunnskólanemendur sýna verk sín

Miðvikudaginn næstkomandi, þann 4. maí, verður opið hús í Grunnskóla Fjallabyggðar þar sem verk nemenda verða til sýnis. Opið verður sem hér segir:
Lesa meira