08.01.2016
Norðurorka hf. auglýsti eftir umsóknum um styrki til samfélagsverkefna um miðjan október sl. og rann umsóknarfrestur út þann 15. nóvember. Í gær, fimmtudaginn 7. janúar, var tilkynnt hverjir fengu úthlutað styrk.
Lesa meira
07.01.2016
Á mánudaginn, þann 11. janúar kl. 16:00, verður haldin kynningarfundur á vegum RANNÍS um tækifæri og styrki í Erasumus+ og Creative Europe. Fundurinn verður í Ráðhúsi Fjallabyggðar Gránugötu 24.
Rannís er miðstöð stuðningskerfis vísinda og nýsköpunar, menntunar og menningar, æskulýðsstarfs og íþrótta.
Lesa meira
07.01.2016
Árið 2015 sóttu 22.090 gestir Síldarminjasafnið heim, en aldrei fyrr hefur gestatalan verið svo há. Það er áhugavert að líta til fjölgunar erlendra ferðamanna milli ára – þeir voru um 5.000 fleiri á árinu 2015 en 2014 eða alls 52% allra safngesta.
Lesa meira
06.01.2016
Þann 15. október sl. samþykkti bæjarstjórn Fjallabyggðar nýjar innritunar- og skráningarreglur fyrir Leikskóla Fjallabyggðar. Í gær, þriðjudaginn 5. janúar voru reglurnar settar inn á heimasíðu Fjallabyggðar og vakin athygli á því sem frétt inn á heimasíðunni. Svo virðist sem ein setning sem var í fyrri reglum hafi dottið út við endurskoðun reglanna sl. haust sem er: "Heimilt er að veita börnum yngri en tveggja ára leikskóladvöl ef það fellur að skipulagi skólastarfs viðkomandi leikskóla".
Lesa meira
05.01.2016
Árleg þrettándagleði í Fjallabyggð verður á morgun, 6. janúar kl. 18:00. Dagskráin hefst með blysför frá Ráðhústorginu á Siglufirði. Eru allir hvattir til að mæta i grímubúningum. Í lok brennu verður flugeldasýning. Að því loknum verður diskó í Allanum fyrir börnin. Það er Kiwanisklúbburinn Skjöldur í samvinnu við 10. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar sem skipuleggur viðburðinn.
Lesa meira
05.01.2016
Þann 15. október sl. samþykkti bæjarstjórn Fjallabyggðar nýjar innritunar- og skráningarreglur fyrir Leikskóla Fjallabyggðar. Leikskóli Fjallabyggðar býður upp á leikskólanám fyrir börn frá tveggja ára aldri. Þrátt fyrir þessar reglur er framkvæmd með þeim hætti að heimilt er að veita yngri börnum leikskóladvöl ef það fellur að skipulagi skólastarfs viðkomandi leikskóla. Leikskólastjóri og aðstoðarleikskólastjóri annast innritun barna í leikskóla Fjallabyggðar. Að jafnaði skal miða við að leikskóladvöl hefjist eftir sumarlokun leikskóla.
Lesa meira