09.10.2015
Á fundi markaðs- og menningarnefndar þann 8. október var lögð fram skýrsla og reikningar fyrir Síldarævintýrið 2015. Í skýrslunni kemur fram að hátíðarhöldin hafi tekist vel og er áætlað að um 3.000 gestir hafi verið á hátíðinni.
Lesa meira
09.10.2015
Á fundi markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar í gær, 8. október, lagði Hrönn Hafþórsdóttir forstöðumaður bóka- og héraðsskjalasafnsins fram upplýsingar um komur ferðamanna á upplýsingamiðstöðvar Fjallabyggðar en þær eru starfræktar í húsnæði bókasafnanna.
Lesa meira
08.10.2015
Á aukafundi Bæjarstjórnar Fjallabyggðar sem haldin var í gær, miðvikudag, var borin fram ósk Magnúsar S. Jónassonar um lausn frá störfum það sem eftir er af kjörtímabilinu. Magnús sem leiddi F-listann, Fjallabyggðarlistann fyrir síðustu kosningar, hefur m.a. verið í embætti forseta bæjarstjórnar.
Lesa meira
07.10.2015
Vakin er athygli á því að aukafundur bæjarstjórnar sem haldinn verður í dag fer fram í Ráðhúsi Fjallabyggðar kl. 16:00 en ekki í Tjarnarborg kl. 17:00 eins og auglýst var í gær.
Lesa meira
07.10.2015
Á fundi bæjaráðs í gær, þriðjudaginn 6. október, var til umfjöllunar tilboð í endurgerð grjótdrens norðan við Stóra Bola. Tilboðin voru opnuð föstudaginn 2. október sl. og bárust tvö tilboð. Frá Bás ehf. upp á 1.432.000 kr. og frá Smára ehf. að upphæð 2.170.000 kr.
Lesa meira
07.10.2015
Frá 1. janúar hafa 21.000 gestir sótt Síldarminjasafnið heim, sem er töluverð aukning frá því sem áður hefur verið, en frá árinu 2011 hafa gestir verið á bilinu 17 – 20.000 á ári.
Lesa meira
06.10.2015
Boðað er til aukafundar í bæjarstjórn Fjallabyggðar
Lesa meira
05.10.2015
Laugardaginn 10. okt. kl. 21:00 verða Ómar Guðjónsson og Tómas R. Einarsson með tónleika í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.
Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Lesa meira
05.10.2015
Fyrsta hannyrðakvöld vetrarins verður þriðjudaginn 6. október í bókasafninu á Siglufirði. Í vetur verður einnig boðið upp á hannyrðakvöld í bókasafninu Ólafsfirði og verður fyrsta kvöldið miðvikudaginn 7. október.
Lesa meira
02.10.2015
Í dag eru nákvæmlega fimm ár frá opnun Héðisfjarðarganga. Að því tilefni boða Fjallabyggð og Háskólinn á Akureyri til ráðstefnu þar sem helstu niðurstöður rannsóknarinnar á áhrifum Héðinsfjarðarganganna á samfélögin á norðanverðum Tröllaskaga verða kynntar.
Ráðstefnan fer fram í Menningarhúsinu Tjarnarborg Ólafsfirði föstudaginn 2. október nk. og stendur yfir frá kl. 14:00 – 17:00.
Lesa meira