Héðinsfjarðargöng 5 ára

Mynd: af vef Innanríkisráðuneytisins
Mynd: af vef Innanríkisráðuneytisins

Í dag eru nákvæmlega fimm ár frá opnun Héðisfjarðarganga. Að því tilefni boða Fjallabyggð og Háskólinn á Akureyri til ráðstefnu þar sem helstu niðurstöður rannsóknarinnar á áhrifum Héðinsfjarðarganganna á samfélögin á norðanverðum Tröllaskaga verða kynntar.
Ráðstefnan fer fram í Menningarhúsinu Tjarnarborg Ólafsfirði föstudaginn 2. október nk. og stendur yfir frá kl. 14:00 – 17:00.

Gerð Héðinsfjarðarganga var umdeild framkvæmd bæði vegna kostnaðar og umhverfisáhrifa. Andstæðingar framkvæmdarinnar bentu á að hún þjóni hagsmunum tiltölulega fárra miðað við mikinn kostnað og töldu að önnur samgönguverkefni ættu að vera framar í forgangsröðinni. Aðrir héldu því fram að göngin væru sjálfsögð vegabót, framkvæmdin gæfi Siglfirðingum aukna möguleika í ferðaþjónstu og samvinnu við sveitarfélög í Eyjafirði, auk þess sem framkvæmdin styrki Eyjafjarðarsvæðið í heild. (wikipedia)

Niðurstöður sjö ára rannsóknar á samfélagslegum áhrifum Héðinsfjarðarganganna sýna að umferð hefur aukist umfram spár. Talsverð vinnusókn er nú milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar og mikill meirihluti íbúanna sækir verslun, þjónustu, viðburði eða félagsstarf milli kjarnanna. Efnahagslíf í Fjallabyggð hefur eflst og aukin ánægja er með vöruverð og fjölbreytni í verslun. Siglufjörður er orðinn hluti ferðamannasvæðis Eyjafjarðar og áfangastaður ferðamanna milli Akureyrar og höfuðborgarsvæðisins. Þetta er m.a. það sem verður kynnt á ráðstefnunni í dag ásamt fleiri niðurstöðum.  

Í dag opnar jafnframt vefurinn http://byggdathroun.is/hedisfjardargong þar sem forsendur, aðferðafræi og helstu niðurstöður rannsóknarverkefnisins eru kynntar.

Sjá einnig frétt á heimasíðu Háskólans á Akureyri.

(Útdráttur)

Dagskrá:
Kl. 14:00 Setning: Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri Fjallabyggðar

Kl. 14:05 Ávarp: Hreinn Haraldsson vegamálastjóri.

Kl. 14:15 Þóroddur Bjarnason
Samgöngur og byggðaþróun: Samfélagsleg áhrif Héðinsfjarðarganga

Kl. 14:35 Jón Þorvaldur Heiðarsson
Stóðst umferðarspáin? Hvað má af henni læra?

Kl. 14:55 Sonja Stelly Gústafsdóttir
Sýn íbúa Fjallabyggðar á heilbrigðisþjónustuna

Kl. 15:15 Kjartan Ólafsson
Skammtímaáhrif Héðinsfjarðarganganna á mannfjöldaþróun

Kl. 15:35 Kaffihlé

Kl. 15:50 Andrea Hjálmsdóttir
Staða kynjanna fyrir og eftir opnun Héðinsfjarðarganga

Kl. 16:10 Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar
Samgöngur og samstarf

Kl. 16:25 Steinunn María Sveinsdóttir, formaður bæjarráðs Fjallabyggðar
Hvaða þýðingu hafa göngin haft fyrir Fjallabyggð?

Kl. 16:35 Pallborðsumræður – Stjórnandi Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri Fjallabyggðar.

Kl. 17:00 Ráðstefnuslit – Sigrún Stefánsdóttir
Ráðstefnustjóri: Sigrún Stefánsdóttir, sviðsforseti hug- og félagsvísindadeildar Háskólans á Akureyri.