Aðsóknarmet slegið á Síldarminjasafninu

Á eftir síldarsöltun er öllu jöfnu stiginn dans
Á eftir síldarsöltun er öllu jöfnu stiginn dans

Frá 1. janúar hafa 21.000 gestir sótt Síldarminjasafnið heim, sem er töluverð aukning frá því sem áður hefur verið, en frá árinu 2011 hafa gestir verið á bilinu 17 – 20.000 á ári. Hlutfall erlendra ferðamanna heldur áfram að hækka og stendur nú í 60%. Þá má líka geta þess að aldrei fyrr hefur verið saltað jaft oft og í sumar, en fram fóru 31 síldarsöltun. Það er því ljóst að árið 2015 slær út öll fyrri gestatölumet. Nú er formlegum opnunartíma lokið, en enn töluverður gestagangur og mikið um bókanir á hópum.

Heimild: Heimasíða Síldarminjasafnsins;  www.sild.is