Fréttir

Jólaskreytingaviðurkenningar

Viðurkenningar bæjarstjórnar Fjallabyggðar og Rarik fyrir fallegar jólaskeytingar.Viðurkenningu í flokki fyrirtækja hlutu Bíó Café Siglufirði og Sparisjóður Ólafsfjarðar.Viðurkenningu í flokki íbúðarhúsa hlutu, Suðurgata 86 Siglufirði, eign þeirra Katrínar Sif Andersen og Áka Valssonar og Túngata 5 Ólafsfirði, eign þeirra Kristins Gylfasonar og Fanneyar Jónsdóttur.
Lesa meira

Gleðileg jól

Við óskum ykkur gleðilegra jólaog farsældar á komandi árimeð þökk fyrir árið sem er að líðaBæjarstjórn og starfsmenn Fjallabyggðar
Lesa meira

Þjónustusamningur milli félagsmálaráðuneytis og SSNV

Nýr þjónustusamningur milli félagsmálaráðuneytis og Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra – málefni fatlaðra (SSNV málefni fatlaðra) var undirritaður þriðjudaginn 19. desember 2006 kl. 16:00 á Löngumýri í Skagafirði.Samningurinn er gerður til 6 ára, frá 1. janúar 2007 til 31. desember 2012. Félagsmálaráðuneytið skuldbindur sig til að leggja u.þ.b. 1.900 milljónir króna til verkefnisins á þeim tíma. Samtök sveitarfélaga taka að sér að veita fötluðum börnum og fullorðnum á starfssvæði sínu þá þjónustu sem er á ábyrgð ríkisins samkvæmt lögum nr. 59/1992 um málefni fatlaðra.Umsjón og framkvæmd samningsins verður í höndum SSNV málefna fatlaðra. Verkefnisstjóri er Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir.Með samningnum ákveða félagsmálaráðuneytið og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra ( SSNV málefni fatlaðra ) að halda áfram því mikilvæga samstarfi sem hófst í apríl 1999. Meginmarkmið samningsins er að samþætta þjónustu við fatlaða í heimabyggð og fella hana eins og framast er unnt að starfsemi annarra þjónustuaðila; færa þjónustuna nær notendum og auðvelda þannig aðgang að henni. Þetta er gert með meiri skilvirkni, betri nýtingu fjármuna og auknum þjónustugæðum að leiðarljósi.Samhliða undirritun kynnti félagsmálaráðuneytið ný drög að stefnu í þjónustu við fötluð börn og fullorðna 2007 – 2016.
Lesa meira

Auglýsing um laust starf bókavarðar við Bókasafn Ólafsfjarðar

Auglýst er laust til umsóknar starf bókavarðar við Bókasafn Ólafsfjarðar. Um er að ræða 50% starf. Umsóknum skal skila á Bæjarskrifstofurnar í Ólafsfirði eða á Bókasafn Ólafsfjarðar. Umsóknarfrestur er til 30. 12. 2006. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.Upplýsingar um starfið veitir forstöðumaður Bókasafns Ingibjörg Hjartardóttir á Bókasafninu eða í símum: 460 2615 eða 895 7047. Forstöðumaður Bókasafns Ingibjörg Hjartardóttir
Lesa meira

Tryggingastofnun fagnar 70 ára afmæli

Tryggingastofnun fagnar 70 ára afmælimeð piparkökum og heitu súkkulaði fyrir gestir og gangandi á þjónustustöðum stofnunarinnar um land allt föstudaginn 8. des. kl. 9 - 15.30.Afmælið verður í þjónustumiðstöð Tryggingastofnunar á Laugavegi 114 í Reykjavík, Hjálpartækjamiðstöðinni á Smiðjuvegi 28 í Kópavogi og hjá umboðsmönnum Tryggingastofnunar á 24 skrifstofum sýslumanna á landinu. Afmælisgjöf Tryggingastofnunar til þjóðarinnar, nýr upplýsinga- og þjónustuvefur á slóðinni www.tr.is, verður opnaður sama dag. Lögð hefur verið alúð við að gera nýja vefinn lifandi, aðgengilegan og greinargóðan með tilliti til mismunandi þarfa notenda.Tryggingastofnun hefur í 70 ár annast framkvæmd þeirra laga sem öryggisnet íslensks velferðarsamfélags byggist á. 200 starfsmenn Tryggingastofnunar veita almenningi fjölbreytta þjónustu varðandi ellilífeyri, örorkulífeyri, sjúkratryggingar og slysatryggingar. Þar er m.a. veitt aðstoð vegna hjálpartækja og niðurgreiðslu lyfja-, þjálfunar- og lækniskostnaðar.Starfsfólk Tryggingastofnunar veitir nútímalega þjónustu byggða á gömlum gildum um almannaheill.Nánari upplýsingar veitir:Þorgerður RagnarsdóttirForstöðumaður kynningarmála TRLaugavegi 114, 105 ReykjavikSími: 5604454 Netfang: thorgerdur.ragnarsdottir
Lesa meira

Hundahreinsun

Dýralæknir verður í áhaldahúsinu fimmtudaginn 14. desember 2006Kl. 16:00 til 17:30Áríðandi er að allir hundar séu hreinsaðir !Þeir sem ekki gera grein fyrir hundum sínum, með því að framvísa vottorðum um hreinsun annarsstaðar frá, mega gera ráð fyrir því að verða sviftir leyfi til hundahalds.Kl. 17:30 til 19:30Verður dýralæknirinn á svæði hestamanna Vinsamlega hafið samband við Höskuld ef óskað er aðstoðar við önnur dýr. Sími. 8941784 eða 4536865Dýraeftirlit Siglufjarðar.
Lesa meira

Framkvæmdir í Múlagöngum

Vegna vinnu í Múlagöngum verður göngunum lokað á kvöldin fram á föstudag og aftur frá sunnudagskvöldi og út næstu viku. Lokað er frá kl 21:00 til 23:30, þá er umferð hleypt í gegn til miðnættis og síðan lokað til kl.06:00 að morgni.
Lesa meira

Styrkir eða framlög vegna starfsemi ársins 2007

Við minnum á að umsóknarfrestur vegna styrkja og framlaga fyrir árið 2007 þurfa að hafa borist bæjaryfirvöldum fyrir 1. desember nk.Auglýst var :Gerð fjárhagsáætlunar Fjallabyggðar fyrir árið 2007 er hafin. Einstaklingar og félagasamtök sem hafa hug á að sækja um styrki eða framlög vegna starfsemi ársins 2007 er bent á að umsóknir þurfa að hafa borist bæjaryfirvöldum 1. desember n.k. Umsókn þarf að fylgja greinargerð sem skýrir verkefnið sem sótt er um styrk til, svo og síðasta skattframtal eða ársreikningur. Áskilinn er réttur til að krefjast fyllri gagna en umsókn fylgja, þyki þess þörf.Aðeins umsóknir sem berast fyrir auglýstan frest verða teknar fyrir við áætlanagerð.Umsóknir skal senda til :Bæjarskrifstofu Fjallabyggðar Gránugötu 24, 580 Siglufirði, eða Bæjarskrifstofu Fjallabyggðar Ólafsvegi 4, 625 Ólafsfirði.
Lesa meira

Jólamarkaður í Tjarnarborg, Ólafsfirði

Fyrirhugað er að hafa jólamarkað í Tjarnarborg laugardaginn 2. desember.Áhugasamir hafi samband við Gísla Rúnar, gisli@olf.is, bæjarskrifstofunni í Ólafsfirði 460-2600 (fyrir hádegi) eða í síma 863-4369. Athugið að í ár verður borðið frítt í tengslum við Aðventuhátíð 2006, ætti því enginn að láta þetta tækifæri fram hjá sér fara.JólakveðjaGísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Lesa meira

Jólin koma í Fjallabyggð

Fjallabyggð og RARIK hf munu veita viðurkenningu fyrir fallega skreytt hús og fyrirtæki á Siglufirði og Ólafsfirði um jólin. Óskað er eftir ábendingum þar um og er hægt að senda þær á arnar@siglo.is fyrir jól.Við hvetjum alla íbúa og sumarhúsaeigendur í bæjarfélaginu að lífga upp á skammdegið með skemmtilegum ljósaskreytingum. Kveikt verður á jólatrénu á Siglufirði laugardaginn 2.desember kl.17.30 á Ráðhústorginu.Boðið verður upp á létt skemmtiatriði.Kveikt verður á jólatrénu á Ólafsfirði sunnudaginn 3. desember kl.17.00 við Tjarnarborg. Boðið verður upp á kakó og piparkökur að athöfn lokinni.Jólasveinarnir mæta.
Lesa meira