Tryggingastofnun fagnar 70 ára afmæli

Tryggingastofnun fagnar 70 ára afmælimeð piparkökum og heitu súkkulaði fyrir gestir og gangandi á þjónustustöðum stofnunarinnar um land allt föstudaginn 8. des. kl. 9 - 15.30.Afmælið verður í þjónustumiðstöð Tryggingastofnunar á Laugavegi 114 í Reykjavík, Hjálpartækjamiðstöðinni á Smiðjuvegi 28 í Kópavogi og hjá umboðsmönnum Tryggingastofnunar á 24 skrifstofum sýslumanna á landinu. Afmælisgjöf Tryggingastofnunar til þjóðarinnar, nýr upplýsinga- og þjónustuvefur á slóðinni www.tr.is, verður opnaður sama dag. Lögð hefur verið alúð við að gera nýja vefinn lifandi, aðgengilegan og greinargóðan með tilliti til mismunandi þarfa notenda.Tryggingastofnun hefur í 70 ár annast framkvæmd þeirra laga sem öryggisnet íslensks velferðarsamfélags byggist á. 200 starfsmenn Tryggingastofnunar veita almenningi fjölbreytta þjónustu varðandi ellilífeyri, örorkulífeyri, sjúkratryggingar og slysatryggingar. Þar er m.a. veitt aðstoð vegna hjálpartækja og niðurgreiðslu lyfja-, þjálfunar- og lækniskostnaðar.Starfsfólk Tryggingastofnunar veitir nútímalega þjónustu byggða á gömlum gildum um almannaheill.Nánari upplýsingar veitir:Þorgerður RagnarsdóttirForstöðumaður kynningarmála TRLaugavegi 114, 105 ReykjavikSími: 5604454 Netfang: thorgerdur.ragnarsdottir