Stjórn Hornbrekku

37. fundur 06. nóvember 2023 kl. 12:00 - 13:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista
  • Sæbjörg Ágústsdóttir aðalmaður, A lista
  • Guðjón M. Ólafsson aðalmaður, A lista
  • Tómas Atli Einarsson aðalmaður, D lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar
  • Birna Sigurveig Björnsdóttir hjúkrunarforstjóri og forstöðumaður Hornbrekku
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar

1.Fjárhagsáætlun 2024-2027 - Tillaga að fjárhagsáætlun

Málsnúmer 2310067Vakta málsnúmer

Tillaga að fjárhagsáætlun ársins 2024 fyrir hjúkrunarheimilið Hornbrekku lögð fram til kynningar ásamt rekstrarreikning rammaáætlunar 2024.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Stjórn Hornbrekku felur deildarstjóra félagsmáladeildar, deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála og hjúkrunarforstjóra að vinna að tillögum til að bregðast við fyrirsjáanlegum rekstrarhalla heimilisins og leggja þær fyrir bæjarráð.

2.Starfsemi Hornbrekku 2023

Málsnúmer 2305020Vakta málsnúmer

Hjúkrunarforstjóri gerir grein fyrir starfsemi Hornbrekku.
Hjúkrunarforstjóri gerði grein fyrir innra starfi Hornbrekku. Í október síðastliðnum var haldin sameiginleg samkoma heimilisfólks og Félags eldri borgara í Ólafsfirði (krákarkvöld) og heppnaðist einstaklega vel. Hjúkrunarforstjóri upplýsti að breytt fyrirkomulag dagþjónustu með flutningi starfseminnar úr Húsi eldri borgara í Hornbrekku hefur farið vel af stað. Innleiðing Eden stefnunnar gengur samkvæmt áætlun. Næsta innleiðingarnámskeið verður haldið eftir áramót.

Fundi slitið - kl. 13:00.