Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

101. fundur 25. október 2010 kl. 16:30 - 16:30 í almannavarnaherbergi Siglufirði
Nefndarmenn
  • Kristinn Gylfason formaður
  • Magnús Albert Sveinsson aðalmaður
  • Hilmar Þór Elefsen aðalmaður
  • Sigurður Hlöðversson aðalmaður
  • Valur Þór Hilmarsson garðyrkju- og umhverfisfulltrúi
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Valur Þór Hilmarsson Umhverfisfulltrúi

1.Hraðahindrun á mótum Aðalgötu og Ægisgötu Ólafsfirði

Málsnúmer 1010088Vakta málsnúmer

Íbúar við Aðalgötu í Ólafsfirði óska eftir að sett verði upp hraðahindrun á mótum Aðalgötu og Ægisgötu, vegna stór aukinnar umferðar með tilkomu Héðinsfjarðargangna. Nefndin telur eðlilegt að setja upp hraðahindrun og gangbraut á gatnamótunum og jafnframt á milli menntaskóla og hótels. Hraðahindranirnar verði hlaðnar í sama stíl og sú sem Vegagerðin setur upp við enda Aðalgötu. Þetta verði framkvæmt við fyrsta tækifæri.  

2.Slökkvistöð í Ólafsfirði - Hækkun á gólfi og bílskúrsdyrum

Málsnúmer 1010083Vakta málsnúmer

Lögð er fram verklýsing og tilboðsskrá sem ætlað er að vera grundvöllur verðkönnunnar vegna stækkunar á dyraopi fyrir nýjan slökkvibíl í Ólafsfirði.  Samhliða hækkun dyraopsins þarf að saga steypta plötu og smíða berandi þak yfir gatið.

Nefndin samþykkir erindið og felur byggingafulltrúa að skoða nánari útfærslu framkvæmdarinnar.

3.Dýraeftirlit

Málsnúmer 1010114Vakta málsnúmer

Nefndin samþykkir að einn aðili sinni dýrahaldi í sveitafélaginu og leggur til að Ingi Vignir Gunnlaugsson verði dýraeftirlitsmaður Fjallabyggðar.

 

4.Gangstéttir í sveitarfélaginu

Málsnúmer 1010112Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu á framkvæmdum á gangstéttum í sveitarfélaginu.

Nefndin leggur til að framkvæmdum verði frestað til vors.

5.Framtíðarurðunarstaður á múrbroti - jarðveg

Málsnúmer 1010111Vakta málsnúmer

Umhverfisfulltrúi kynnti  hugmynd að framtíðarurðunarstað fyrir múrbrot og garðaúrgang. Nefndin leggur til að garðaúrgangi verði safnað saman við Öldubrjót á Siglufirði til frekari vinnslu samkvæmt tillögum og teikningum umhverfisfulltrúa. Skoðaðir verða möguleikar á nýtingu múrbrots til landmótunar í sveitafélaginu.

6.Bæjargirðing við göng Ólafsfirði

Málsnúmer 1010110Vakta málsnúmer

Lögð er fram tillaga frá Tæknideild um legu girðingar meðfram þjóðvegi. Tillagan samþykkt.

7.Efnistaka í Skútudal

Málsnúmer 1010109Vakta málsnúmer

Fyrirspurn kom um efnistöku í Skútudal, ekki verður leyfð frekari efnistaka á svæðinu og verktaki gangi frá svæðinu næsta vor.

 

8.Deiliskipulag - Hesthúsasvæði Siglufirði

Málsnúmer 1008138Vakta málsnúmer

Bæjarráð vísaði málinu aftur til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd þar sem fyrirliggjandi eru breytingar á uppdrætti tillögunnar.

Nefndin gerir ekki athugasemdir á framkomnum tillögum en gerir tillögu að tveimur breytingum á teikningum, annars vegar að byggingareitur fyrir hesthús neðan vegar í daghólfi verði felldur út og hins vegar að fjárhúsalóðum verði fækkað úr átta í sex og stefna mænisás fjárhúsa verði norður suður.

 

9.Snorragata - deiliskipulag

Málsnúmer 1005165Vakta málsnúmer

Lögð var fram tillaga að deiliskipulagi, Snorragötu. Nefndin samþykkir framkvæmdaleyfi fyrir endurbyggingu Snorragötu frá Norðurtúni að Norðurtanga og lagfæringu á götunni frá Norðurtanga að Ráðhústorgi.

10.Deiliskipulag Hóls- og Skarðsdals

Málsnúmer 1010082Vakta málsnúmer

Í framhaldi af umræðu að deiliskipulagi Hóls og Skarðsdals var nefndin sammála um að gert verði deiliskipulag af útivistarsvæðum í Fjallabyggð. Nefndin leggur áherslu á að um útboð á deiliskipulagsvinnu verði að ræða og tekið til umræðu við fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.

11.Fundargerð Samvinnunefndar um Svæðisskipulag Eyjafjarðar

Málsnúmer 1010040Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

12.Landmótun á Suðurtanga, Siglufirði

Málsnúmer 1010037Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

13.Breyting á nefndarskipan

Málsnúmer 1010016Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:30.