Breyting á nefndarskipan

Málsnúmer 1010016

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 55. fundur - 13.10.2010

Samþykkt var með 9 atkvæðum eftirfarandi breytingar.

a.
Samþykkt var breyting á varamanni Samfylkingarinnar í undirkjörstjórn, Siglufjarðardeild.

Í staðinn fyrir Halldóru Salbjörgu Björgvinsdóttur, kemur Hulda Ósk Ómarsdóttir.


b.

Samþykkt var að tilnefna Magnús A. Sveinsson í stað Stefáns R. Hjálmarssonar í samvinnunefnd um svæðisskipulag Eyjafjarðar.

c.
Samþykkt var að tilnefna Magnús A. Sveinsson í stjórn Veiðifélags Ólafsfjarðar.

d.

Samþykkt var að færa valdsvið skipulags- og byggingarfulltrúa tímabundið undir stjórn bæjarstjóra, þar til ráðið hefur verið í starf deildarstjóra tæknideildar.
Bæjarstjóri hefur áður starfað sem byggingarfulltrúi og tæknifræðingur.