Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

258. fundur 16. september 2020 kl. 16:30 - 18:50 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir varaformaður, D lista
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir aðalmaður, D lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
  • Nanna Árnadóttir formaður I lista
  • Ægir Bergsson aðalmaður, I lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Helga Íris Ingólfsdóttir Skipulags- og tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir skipulags- og tæknifulltrúi

1.Umsókn um stækkun á athafnasvæði Bás ehf. við Egilstanga

Málsnúmer 1805013Vakta málsnúmer

Mættir eru til fundar Sveinn Zophoníasson, Halldór Logi Hilmarsson, Svanfríður Pétursdóttir og Ólafur Rúnar Ólafsson fyrir hönd Bás ehf.
Halldór Logi Hilmarsson las upp og lagði fram greinargerð fyrir hönd Bás ehf.
Nefndin leggur til við bæjarráð að stofnaður verði vinnuhópur um framtíðarlausn athafnasvæðis Báss ehf.

2.Umsókn um lóð undir smáhýsi

Málsnúmer 2009001Vakta málsnúmer

Með tölvupósti frá 4. september 2020 óskar Vernharður Skarphéðinsson eftir heimild frá Skipulags- og umhverfisnefd til þess að láta vinna deiliskipulag fyrir smáhýsabyggð í Skarðsdal. Meðfylgjandi er loftmynd af svæðinu sem um ræðir.
Nefndin tekur jákvætt í erindið en óskar eftir frekari upplýsingum frá umsækjanda.

3.Skil á lóð - Sundlaugargata 6 að Reykjum

Málsnúmer 2009011Vakta málsnúmer

Með tölvupósti dagsettum 1. september 2020 skilar Kristinn E. Hrafnsson inn lóðinni Sundlaugargata 6 að Reykjum í Ólafsfirði.
Erindi samþykkt.

4.Umsókn um lóð - Sundlaugargata 6 - L150919

Málsnúmer 2009013Vakta málsnúmer

Með umsókn dagsettri 3. september 2020 óskar Kamilla Ragnarsdóttir eftir frístundalóðinni að Sundlaugargötu 6 í Ólafsfirði.
Erindi samþykkt.

5.Siglunes 2 - Lóðarleigusamningur

Málsnúmer 2008003Vakta málsnúmer

Með bréfi dagsettu 28. ágúst sækir Andrés Már Magnússon fyrir hönd dánarbús Stefáns Einarssonar eftir heimild til þess að skrá nýja landeign í fasteignaskrá á grundvelli afsals á 1000 fermetra landspildu úr jörðinni Siglunes 2 frá árinu 1977. Meðfylgjandi er hnitsettur uppdráttur af landspildunni.
Erindi frestað til næsta fundar.

6.Umsókn um lóð

Málsnúmer 2009037Vakta málsnúmer

Með umsókn dagsettri 11. september 2020 óskar Siglunes Guesthouse ehf. eftir lóðinni að Lækjargötu 6c á Siglufirði. Meðfylgjandi er teikning að fyrirhugaðri nýtingu lóðarinnar.
Nefndin leggur til við bæjarráð að umsækjanda verði úthlutað lóðinni að Lækjargötu 6c.
Fylgiskjöl:

7.Ósk um breytingar á framkvæmdum við Skarðsveg

Málsnúmer 2009038Vakta málsnúmer

Með bréfi dagsettu 11. september 2020 óskar Vegagerðin eftir leyfi til breytinga á framkvæmdum við efsta hluta Skarðsvegar. Breytingin felur í sér hækkun vegarins um 5 metra frá upphaflegri áætlun. Vegagerðin óskar eftir heimild til þess að opna námu við enda bílaplansins. Áætluð efnisþörf er 28.000 m3. Meðfylgjandi er yfirlitsmynd af svæðinu.
Erindi samþykkt með fjórum atkvæðum.
Helgi Jóhannsson situr hjá og leggur fram eftirfarandi bókun:
Verið er að hækka bílastæði og veginn að því um 5 metra til að minnka hæðabilið á milli bílastæðis og væntanlegs skíðaskála. Til þess þarf að stækka efnisnámu á svæðinu og taka úr henni 28 þús rúmmetra. Það finnst mér mikið í lagt og aukning á kostnaði og ekki liggi fyrir hvort fjármagn fáist í verkið. Það hlýtur að vera hægt að leysa aðkomumál á auðveldari hátt og ódýrari og minnka þar með rask á svæðinu.

8.Ósk um tilfærslu á ljósastaur

Málsnúmer 2008044Vakta málsnúmer

Með tölvupósti dagsettum 25. ágúst 2020 óskar Rafn Erlendsson eftir því að ljósastaur við Hafnargötu 8 verði færður fjær bílastæðinu við húsið af öryggissjónarmiðum.
Nefndin beinir því til tæknideildar að skoðað verði með færslu á ljósastaur samhliða því þegar skipt verður út ljóskerjum í LED. Það verkefni hefur verið í vinnslu sl. tvö ár og verður væntanlega klárað 2022.
Fylgiskjöl:

9.Leyfi til netaveiða í Ólafsfjarðarvatni

Málsnúmer 2008053Vakta málsnúmer

Með tölvupósti dagsettum 27.ágúst 2020 óskar Stefán Ólafsson eftir leyfi fyrir netaveiðum í Ólafsfjarðavatni í landi Hólkots.
Nefndin hafnar erindinu með vísan til samþykktar bæjarstjórnar um bann við netaveiði í landi sveitarfélagsins í Ólafsfjarðarvatni.
Nefndin beinir þeim tilmælum til stjórnar Veiðifélags Ólafsfjarðar að öll netaveiði verði bönnuð í Ólafsfjarðarvatni.

10.Ósk um leyfi til netaveiða í Ólafsfjarðarvatni

Málsnúmer 2008056Vakta málsnúmer

Með tölvupósti dagsettum 14. ágúst 2020 óska þau Halldóra Konráðsdóttir og Karl Símon Helgason eftir leyfi til netaveiða í Ólafsfjarðarvatni í landi Hólkots.
Nefndin hafnar erindinu með vísan til samþykktar bæjarstjórnar um bann við netaveiði í landi sveitarfélagsins í Ólafsfjarðarvatni.
Nefndin beinir þeim tilmælum til stjórnar Veiðifélags Ólafsfjarðar að öll netaveiði verði bönnuð í Ólafsfjarðarvatni.

11.Tilfærsla á ljósastaur

Málsnúmer 2009041Vakta málsnúmer

Með tölvupósti dagsettum 14. september 2020 óska þau Guðrún Þorvaldsdóttir og Hólmar Hákon Óðinsson eftir að láta færa til ljósastaur við hús sitt að Aðalgötu 25 í Ólafsfirði.
Nefndin felur tæknideild að koma erindinu áfram til Vegagerðarinnar.

Fundi slitið - kl. 18:50.