Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

90. fundur 12. maí 2010 kl. 16:30 - 16:30 í fundarherbergi í Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Magnús Guðmundur Ólafsson formaður
  • Þorgeir Bjarnason aðalmaður
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður
  • Anna María Elíasdóttir varamaður
  • Ingvi Óskarsson varamaður
  • Ingibjörg Ólöf Magnúsdóttir tæknifulltrúi
  • Valur Þór Hilmarsson garðyrkju- og umhverfisfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ingibjörg Magnúsdóttir tæknifulltrúi

1.Framkvæmdarleyfi í Siglufirði

Málsnúmer 1004103Vakta málsnúmer

Fyrirhugað er að hefja að nýju jarðhitarannsóknir í Siglufirði með það að markmiðið að afla meiri hitaorku fyrir hitaveitu Siglufjarðar.  Óskaði Rarik ohf. eftir framkvæmdaleyfi fyrir rannsóknaborunum í Skarðsdal.

Nefndarmenn samþykktu framkvæmdarleyfi með tölvupósti 4. og 5. maí s.l. sem staðfestist hér með.

2.Ósk um umsögn til tillögu til þingsályktunar

Málsnúmer 1005034Vakta málsnúmer

Samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2009-2012.

Þingsályktunartillagan lögð fram fyrir nefndina.

3.Kirkjuvegur 14B, klæðning

Málsnúmer 1005042Vakta málsnúmer

Petrea Gísladóttir sækir um að klæða húseign sína að Kirkjuvegi14 B, Ólafsfirði að utan með hvítri Meg klæðningu.

Nefndin samþykkir erindið en óskar eftir teikningum af húsinu.

 

4.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1005001Vakta málsnúmer

Þórður B. Guðmundsson óskar eftir leyfi til að gera breytingu á þaki húss síns.  Breytingin felst í að setja hallandi þak á þann hluta þaksins sem er flatur, þar sem þakið lekur og aðrar leiðir til að stöðva lekan hafa ekki borið árangur.

Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti og óskar jafnframt eftir byggingarnefndarteikningum.

5.Umsókn um að setja upp tjaldsvæði

Málsnúmer 1005039Vakta málsnúmer

Sigurjón Magnússon óskar eftir leyfi til að setja upp aðstöðu til móttöku á húsbílum, tjald og fellihýsum.  Ásamt því að fá að staðsetja lítið þjónustu og gistiheimili á lóð sinni sunnan við íbúðarhúsið á Brimnesi.  Fyrirhugað gistiheimili er hæð og ris gamla íbúðarhússins að Vatnsenda í Ólafsfirði.

Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að svæðið verði deiliskipulagt samkvæmt nýju fyrirhuguðu aðalskipulagi Fjallabyggar þar sem tillit verður tekið til áðurnefnds húss.  Jafnframt samþykkir nefndin  tímabundið leyfi til 5 ára að heimila Sigurjóni að hafa tjaldsvæði skv. umsókn, að undangengnum samningi og grenndarkynningu.

 

6.Uppgræðsla á námu og gerð golfvallar í Hólsdal

Málsnúmer 1003172Vakta málsnúmer

Golfklúbbur Siglufjarðar fer þess á leit við bæjarráð að sveitarfélagið láti gera deiliskipulagstillögu fyrir svæðið í samræmi við framkomnar teikningar og hugmyndir.  Að sveitarfélagið taki að sér þann framkvæmdarhluta sem snýr að  almennu aðgengi svo sem lagningu vega, stíga, brúargerð og grjótvarna.

Bæjarráð tók jákvætt í erindið og vísaði til skipulags- og umhverfisnefndar þeim hluta erindis sem varðar deiliskipulag.

Lagt er til að svæðið verði sett í deilisskipulagsferli og Teikn á lofti verði falið verkefnið til auglýsinga.

7.Götulýsing í sveitarfélaginu

Málsnúmer 1005044Vakta málsnúmer

Nefndin óskar eftir að samningur milli Rariks og sveitafélagsins verði lagður fram á næsta fundi nefndarinnar.

8.Lenging bráðabyrgðarákvörðunar um gatnagerðargjöld

Málsnúmer 1005046Vakta málsnúmer

Bj. Hafþór Guðmundsson sveitarstjóri Djúpavogshrepps  hyggst fara fram á það við samgögnunefnd Alþingis að hún beiti sér fyrir að bráðabirgðarákvæði um innheimtu og álagningu gatnagerðargjalda verði framlengt.  Í þessu sambandi sendir Hafþór inn fyrirspurn, um hvort sveitarfélagið telji þörf að framangreint bráðabirgðaákvæði verði framlengt.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar telur nauðsynlegt að tíminn verði framlengdur um 4 ár, þar sem götur í sveitarfélaginu eru ekki komnar með bundið slitlag og ekki fyrirsjáanlegt að  því verki ljúki fyrr en eftir 4 ár.

9.Umsókn um rekstarleyfi

Málsnúmer 1005047Vakta málsnúmer

Sýslumaðurinn á Siglufirði óskar eftir umsögn um umsókn Rauðku ehf um rekstrarleyfi til handa Hannes Boy Café/þjónustumiðstöð Rauðku, vegna reksturs veitingastaðar sbr. meðfylgjandi aftrit af umsókninni.  Vakin er athygli á því að sótt er einnig um útiveitingaleyfi til kl. 01.00.

Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leiti.

10.Deiliskipulag fyrir olíubirgðastöðvar félagsins

Málsnúmer 1005017Vakta málsnúmer

Þann 19. mars 2010 felldi Umhverfisráðuneytið úr gildi starfsleyfi fyrir starfsemi sem getur hafi í för með sér mengun á grundvelli þess að ekki var í gildi gilt deiliskipulag.

Í ljósi þess óskar félagið eftir því við sveitarfélagið að fá sent staðfest deiliskipulag fyrir olíubirgðarstöðvar félagsins á Siglufirði og Ólafsfirði.

Þar sem ekki eru til deiliskipulag af áðurnefndum svæðum leggur nefndin til að svæðið fari í deiliskipulagsferli og telur nauðsynlegt að svæðið Ólafsfjarðarmegin norðan Námuvegar verði skipulagt með Brimneslandi.

Fundi slitið - kl. 16:30.