Uppgræðsla á námu og gerð golfvallar í Hólsdal

Málsnúmer 1003172

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 167. fundur - 16.04.2010

Í erindi Golfklúbbs Siglufjarðar er óskað eftir viðræðum við bæjaryfirvöld, vegna hugmynda sem GKS hefur látið vinna um uppgræðslu á námu og gerð golfvallar í Hólsdal.
Bæjarráð samþykkir að taka á móti fulltrúum GKS á næsta fundi.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 168. fundur - 26.04.2010

Á fund bæjarráðs mættu fulltrúar Golfklúbbs Siglufjarðar, þeir Ólafur H. Kárason og Ingvar K. Hreinsson, og kynntu hugmyndir um uppgræðslu á námu og gerð golfvallar í Hólsdal og ósk um aðkomu sveitarfélagins að verkefninu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 169. fundur - 06.05.2010

Fyrir bæjarráði er erindi Golfklúbbs Siglufjarðar um aðkomu Fjallabyggðar að uppgræðslu á malarnámu og uppbyggingu golfvallar í Hólsdal.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar til skipulags- og umhverfisnefndar þeim hluta erindis er varðar deiliskipulag.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 90. fundur - 12.05.2010

Golfklúbbur Siglufjarðar fer þess á leit við bæjarráð að sveitarfélagið láti gera deiliskipulagstillögu fyrir svæðið í samræmi við framkomnar teikningar og hugmyndir.  Að sveitarfélagið taki að sér þann framkvæmdarhluta sem snýr að  almennu aðgengi svo sem lagningu vega, stíga, brúargerð og grjótvarna.

Bæjarráð tók jákvætt í erindið og vísaði til skipulags- og umhverfisnefndar þeim hluta erindis sem varðar deiliskipulag.

Lagt er til að svæðið verði sett í deilisskipulagsferli og Teikn á lofti verði falið verkefnið til auglýsinga.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 182. fundur - 31.08.2010

 Bæjarráð vísar málinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2011. 

Bæjarráð Fjallabyggðar - 195. fundur - 13.12.2010

Á fund bæjarráðs mættu fulltrúar Golfklúbbs Siglufjarðar, þeir Ólafur H Kárason og Ingvar Hreinsson.
Farið var yfir umsókn GKS um aðkomu sveitarfélagsins að uppbyggingu þess hluta golfvallarins sem tengist frágangi á malarnámunni í Hólsdal.

Fram komu óskir um gerð samnings vegna lagfæringar og frágangs á umhverfi Hólsdals. Málinu vísað til næsta fundar bæjarráðs.