Umsókn um að setja upp tjaldsvæði

Málsnúmer 1005039

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 90. fundur - 12.05.2010

Sigurjón Magnússon óskar eftir leyfi til að setja upp aðstöðu til móttöku á húsbílum, tjald og fellihýsum.  Ásamt því að fá að staðsetja lítið þjónustu og gistiheimili á lóð sinni sunnan við íbúðarhúsið á Brimnesi.  Fyrirhugað gistiheimili er hæð og ris gamla íbúðarhússins að Vatnsenda í Ólafsfirði.

Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að svæðið verði deiliskipulagt samkvæmt nýju fyrirhuguðu aðalskipulagi Fjallabyggar þar sem tillit verður tekið til áðurnefnds húss.  Jafnframt samþykkir nefndin  tímabundið leyfi til 5 ára að heimila Sigurjóni að hafa tjaldsvæði skv. umsókn, að undangengnum samningi og grenndarkynningu.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 108. fundur - 14.02.2011

Sigurjón Magnússon óskar eftir að gera breytingu á umsókn sinni um að staðsetja gamla íbúðarhúsið að Vatnsenda á lóð sinni við Breimnes.  Í stað þess að setja Vatnsenda niður á lóðinni  óskar Sigurjón eftir leyfi til að til að setja niður byggingar þær sem hann hefur keypt af Háfelli og voru notaðar sem skrifstofur á vinnusvæði Ólafsfjarðarmegin.

Nefndin samþykkir erindið að undangenginni grenndarkynningu á svæðinu frá Þverbrekku að Brimnesi.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 110. fundur - 31.03.2011

Bæjarstjórn vísaði þessum lið aftur til nefndarinnar í ljósi erindis sem kom frá Skipulagsstofnun þann 3. mars sl.  Þar sem kemur fram að breytinga sé þörf á aðalskipulagi Fjallabyggðar ef leyfi verður gefið fyrir tjaldsvæði á umræddri lóð.

Nefndin leggur til að ráðist verði í grenndarkynningu á umsókn um tjaldsvæði og gistiheimili á landaeigninni Brimnesi í Ólafsfirði og í framhaldi af niðurstöðum grenndarkynningar verður tekin ákvörðun um skipulag á svæðinu.  Grenndarkynning nær til íbúa frá Þverbrekku að Brimnesi.