Öldungaráð Fjallabyggðar

5. fundur 12. maí 2021 kl. 12:00 - 13:30 í Tjarnarborg Aðalgötu 13 Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista
  • Ingvar Ágúst Guðmundsson aðalmaður
  • Konráð Karl Baldvinsson aðalmaður
  • Björn Þór Ólafsson aðalmaður
  • Ásdís Pálmadóttir aðalmaður
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Hjörtur Hjartarson embættismaður
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar

1.Reglur um félagslegar leiguíbúðir Fjallabyggðar -fyrirspurn

Málsnúmer 2105025Vakta málsnúmer

Tekin fyrir fyrirspurn frá Konráði K. Baldvinssyni, fulltrúa öldungaráðs um úthlutunarreglur í Skálarhlíð og öðrum leiguíbúðum Fjallabyggðar.
Í svari deildarstjóra félagsmáladeildar kemur fram að um útleigu íbúða í Skálarhlíð sem og öðrum leiguíbúðum sveitarfélagsins gilda reglur um félagslegar leiguíbúðir Fjallabyggðar, sem samþykktar voru af bæjarstjórn þann 8. maí 2019. Reglurnar gilda um leigurétt og úthlutun á félagslegum íbúðum í eigu Fjallabyggðar, bæði almennum félagslegum leiguíbúðum og leiguíbúðum sem sérstaklega eru skilgreindar sem sértækt húsnæðisúrræði fyrir fatlað fólk og sértækt húsnæði fyrir eldri borgara og öryrkja í Skálarhlíð. Reglurnar eru aðgengilegar á heimasíðu Fjallabyggðar.
Fram komu ábendingar um þörf á aukinni upplýsingagjöf til umsækjenda vegna úthlutunar íbúða í Skálarhlíð og þá verkferla sem unnið er eftir. Deildarstjóra félagsmáladeildar og bæjarstjóra var falið að fara yfir ábendingarnar og vinna úr þeim. Afurð þeirrar vinnu verður lögð fyrir næsta fund ráðsins.
Bæjarstjóri, Elías Pétursson, ræddi húsnæðismál eldri borgar í Fjallabyggð og spunnust fjörugar umræður um málið. Fundarmenn voru einróma sammála um að vöntun væri á heppilegu húsnæði fyrir þennan aldurshóp í Fjallabyggð.

2.Starfsemi öldungaráðs 2021

Málsnúmer 2105024Vakta málsnúmer

Forsvarsmenn félaga eldri borgara í Fjallabyggð sögðu frá starfsemi félaganna undanfarin misseri og fram kom í máli þeirra að starfsemin hafi markast mjög af þeim skerðingum og takmörkunum sem verið hefur á öllu samkomuhaldi vegna COVID-19.
Eldri borgara leggja áherslu á að uppbyggingu göngustíga í sveitarfélaginu og þráðurinn tekinn aftur upp með verkefnið ,,Brúkum bekki“.
Félög eldri borgara í Ólafsfirði og Siglufirði stefna að sameiginlegum fundi félaganna þegar aðstæður leyfa.

Fundi slitið - kl. 13:30.