Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

31. fundur 09. mars 2017 kl. 17:00 - 18:45 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ásgeir Logi Ásgeirsson formaður, D lista
  • Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir aðalmaður, D lista
  • Guðrún Linda Rafnsdóttir aðalmaður, S lista
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður, B lista
Starfsmenn
  • Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi
  • Róbert Grétar Gunnarsson deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Róbert Grétar Gunnarsson Deildarstjóri fræðslu frístunda og menningarmála

1.Umsóknir um verkefnastyrki Þjóðskjalasafns Íslands 2017

Málsnúmer 1703008Vakta málsnúmer

Þjóðskjalasafn Íslands aulýsir til umsóknar verkefnastyrki til skönnunar- og miðlunar valdra skjalaflokka samkvæmt fjárlögum 2016. Til úthlutunar eru 15,6 m.kr.
Hrönn Hafþórsdóttir kynnti umsóknina. Nefndin tekur vel í að sækja um verkefnastyrk, enda næg verkefni sem þarf að fara í hjá Héraðsskjalasafninu.

2.Ráðstefna um ferðamál

Málsnúmer 1701043Vakta málsnúmer

Nefndin tók til umræðu nýafstaðna ferðmálaráðstefnu, sem haldin var í menningarhúsinu Tjarnarborg fyrr í dag. Mikil ánægja var með hve vel ráðstefnan var sótt og mörg góð framsöguerindi flutt.

Nefndin er sammála um að standa þurfi vel að skipulagi og öryggismálum í tengslum við komur farþegaskipa í sumar. Gæta þarf vel að merkingum og verklagsreglum.

Nefndin lýsti ennfremur ánægju sinni með hve vel West tours á Ísafirði tók í það að vera okkur í Fjallabyggð til ráðleggingar og aðstoðar í framtíðinni.

3.Síldarævintýri 2017

Málsnúmer 1703017Vakta málsnúmer

Markaðs og menningarnefnd leggur til að auglýst verði eftir áhugasömum aðila til að taka að sér skipulagningu Síldarævintýris 2017, að því gefnu að fjármunir fáist til hátíðarinnar frá sveitarfélaginu.

Fundi slitið - kl. 18:45.