Ráðstefna um ferðamál

Málsnúmer 1701043

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 29. fundur - 16.01.2017

Samþykkt
Fyrirhugað er að efna til ráðstefnu um ferðaþjónustu í Fjallabyggð á vormánuðum. Markaðs- og menningarfulltrúa falið að leggja drög að dagskrá ásamt tillögu að framsöguerindum fyrir næsta fund nefndarinnar.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 30. fundur - 15.02.2017

Lagt fram
Linda Lea Bogadóttir gerði grein fyrir undirbúningi að ráðstefnu þann 9.mars n.k.
Ákveðið hefur verið að halda ráðstefnuna í Menningarhúsinu Tjarnarborg.
Lagt er til að bjóða ferðaþjónustuaðilum bæði austan og vestan við okkur.
Markmið ráðstefnunnar er bæði að kynna svæðið og hvernig best er að standa að uppbyggingu Fjallabyggðar sem ferðamannastaðar. Hver eru sóknarfærin?

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 31. fundur - 09.03.2017

Nefndin tók til umræðu nýafstaðna ferðmálaráðstefnu, sem haldin var í menningarhúsinu Tjarnarborg fyrr í dag. Mikil ánægja var með hve vel ráðstefnan var sótt og mörg góð framsöguerindi flutt.

Nefndin er sammála um að standa þurfi vel að skipulagi og öryggismálum í tengslum við komur farþegaskipa í sumar. Gæta þarf vel að merkingum og verklagsreglum.

Nefndin lýsti ennfremur ánægju sinni með hve vel West tours á Ísafirði tók í það að vera okkur í Fjallabyggð til ráðleggingar og aðstoðar í framtíðinni.