Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

8. fundur 02. júní 2014 kl. 17:00 - 18:00 í Tjarnarborg í Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Guðrún Unnsteinsdóttir varaformaður
  • Arndís Erla Jónsdóttir aðalmaður
  • Ægir Bergsson aðalmaður
  • Egill Rögnvaldsson varamaður
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
  • Kristinn J. Reimarsson markaðs- og menningarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Formaðurinn Ingvar Erlingsson boðaði forföll, og bað um góðar kveðjur til fundarmanna og þakkaði samstarfið. Sæbjörg Ágústsdóttir boðaði einnig forföll.

1.17. júní 2014

Málsnúmer 1404056Vakta málsnúmer

Á fundi markaðs- og menningarnefndar 5. maí  s.l. var markaðs- og menningarfulltrúa falið að leggja tillögu fyrir næsta fund nefndarinnar um hátíðardagskrá bæjarfélagsins 17. júní n.k.

Í minnisblaði markaðs- og menningarfulltrúa er farið yfir forsendur að tillögu um að hátíðarhöldin verði með svipuðu sniði og síðustu ár og það verði svo hlutverk nýrrar bæjarstjórnar, nýrrar markaðs- og menningarnefndar að ákveða með framhaldið.

Markaðs- og menningarnefnd samþykkir framlagða tillögu.

2.Málefni Tjarnarborgar

Málsnúmer 1310065Vakta málsnúmer

Á fund nefndarinnar kom forstöðumaður Tjarnarborgar, Anna María Guðlaugsdóttir fór yfir starfsemina og svaraði fyrirspurnum nefndarmanna.

 

3.Sigurhæð - safnamál

Málsnúmer 1310058Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar undirritaðar samþykktir fyrir Sigurhæðir sjálfseignaarstofnun sem hefur þann tilgang að byggja upp söfn í Ólafsfirði.

Einnig samningur bæjarfélagsins við Sigurhæðir ses um afhendingu og rekstur Náttúrugripasafnsins í Ólafsfirði.

4.Síldarminjasafn - Salthúsið/Gæruhúsið

Málsnúmer 1405057Vakta málsnúmer



27. maí s.l. tók forsætisráðherra fyrstu skóflustunguna vegna framkvæmda við að reisa svonefnt Salthús eða Gæruhús sem staðsett verður á safnasvæðinu á milli söltunarstöðvarinnar og verksmiðjunnar. Markaðs- og menningarnefnd óskar Síldarminjasafninu til hamingju með þennan áfanga.

5.Rekstraryfirlit mars 2014

Málsnúmer 1405028Vakta málsnúmer

Rekstraryfirlit fyrstu þrjá mánuði ársins lagt fram til kynningar.
Niðurstaða fyrir menningarmál er 19,5 millj. kr. sem er 99% af áætlun tímabilsins sem var 19,8 millj. kr.
Niðurstaða fyrir atvinnu- og ferðamál er 2,5 millj. kr. sem er 87% af áætlun tímabilsins sem var 2,9 millj. kr.

6.Kynningarbæklingur Fjallabyggðar 2014

Málsnúmer 1406003Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar 10 síðna kynningarbæklingur Fjallabyggðar sem fer í prentun og dreifingu í júní.
Markaðs- og menningarnefnd lýsir ánægju sinni með bæklinginn.

Fundarmenn þökkuðu hver öðrum samstarfið á kjörtímabiinu og óska nýju nefndarfólki velfarnaðar.

Fundi slitið - kl. 18:00.