Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

108. fundur 23. maí 2024 kl. 15:00 - 16:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Sigríður Guðmundsdóttir varaformaður
  • Ægir Bergsson formaður
  • Birgitta Þorsteinsdóttir varam.
  • Ásta Lovísa Pálsdóttir aðalm.
Starfsmenn
  • Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Jón Kort Ólafsson boðaði forföll og varamaður hans einnig.

1.17. júní 2024

Málsnúmer 2405021Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarfulltrúi fer yfir drög að dagskrá hátíðarhalda í tilefni 17. júní. Ungliðasveitir björgunarsveitanna sjá um hátíðarhöldin.
Dagskrá hátíðarhalda 17. júní 2024 var kynnt fyrir fundarmönnum. Hátíðarhöldin verða í Ólafsfirði, við Tjarnarborg að þessu sinni en að venju verður einnig athöfn við minnisvarða Sr. Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði.

2.Kynningarfundur - Átaksverkefnið 100 Stories From Iceland eða 100 sögur frá Íslandi

Málsnúmer 2405019Vakta málsnúmer

Átaksverkefnið 100StoriesFromIceland eða 100 sögur frá Íslandi, er metnaðarfullt kynningarverkefni þar sem markmiðið er að dreifa 100 sögum á erlenda frétta- og kynningarmiðla. Verkefnið er styrkt af Íslandsstofu. Verkefnið snýst um að fá áhugaverða sögu frá minni ferðaþjónustuaðilum, grasrótinni sjálfri, á öllu landinu.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Markaðs- og menningarnefnd telur að um spennandi verkefni sé að ræða og felur markaðs- og menningarfulltrúa að senda á ferðaþjónustu- og afþreyingaraðila og hvetja til þátttöku í verkefninu.

3.Samstarfsnet menningarfulltrúa sveitarfélaga SSNE

Málsnúmer 2405020Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarfulltrúi kynnir fyrir nefndinni.
Lagt fram til kynningar
Markaðs- og menningarfulltrúi kynnti Samstarfsnet menningarfulltrúa sveitarfélaga innan Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) fyrir nefndinni. Samstarfsnetið er nýlega stofnað. Fundir eru áætlaðir einu sinni í mánuði.
Í lok fundar þáðu nefndarmenn heimboð í Síldarminjasafn Íslands til að skoða nýja aðstöðu safnsins í Salthúsinu. Fundarmenn þakka Anitu Elefsen safnstjóra fyrir góðar móttökur og kynningu.

Fundi slitið - kl. 16:30.